Hryggjastykkið nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan – nýtt kerfi almenningssamgangna sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin. 

Borgarlínan verður því raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.

Meðfram Borgarlínu verða eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði fyrir íbúa og atvinnulíf. Farþegagrunnur almenningssamgangna verður því styrktur og þannig skapast skilyrði fyrir bætta þjónustu. Borgarlína og samgöngumiðuð uppbygging sem beint er á kjarna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið mun styrkja öll hverfi. Álag á miðborgina minnkar eftir því sem spennandi svæðum fjölgar sem eru tengd hágæða almenningssamgöngum.

SSK skyringarmynd7

 

Á vegum SSH er unnið að undirbúningi Borgarlínu sem fellst annars vegar í ákvörðun um legu línunnar og staðsetningu stoppistöðva og hins vegar í að undirbúa stofnun sjálfstæðs félags sem tekst á við uppbygginguna.  Miðað er við að undirbúningi ljúki í byrjun árs 2017. Í framhaldinu verður Borgarlínan fest í skipulagi sveitarfélaga og nýtt félag mun svo taka við um nánari útfærslu, áfangaskiptingu og uppbyggingu.

SSK Borgarlina Samningar SSK Borgarlina Skyrslur SSK Borgarlina Kynningarefni SSK Borgarlina Tenglar 

 

 

 

 


Skýrslur og kynningarefni:

COWI -01.2017
pdf button Borgarlína - High class public transport in Reykjavík capital area

Undirritaður samningur á aðalfundi SSH 02.12.2016
pdf button  Samkomulag um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína

Undirritaður samningur Vegagerðarinnar og SSH 17.04.2015
pdf button  Samkomulag um samstarf SSH og Vegagerðarinnar um þróun samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu

- Frétt frá Aðalfundi SSH þar sem samningur um Borgarlínuna milli sveitarfélaganna var undirritaður.

- Málþing "Hoppaðu um borð í Borgarlínu - framtíðin er nær en þig grunar" -16.11.2016
Bent Bertil Jacobsen, COWI
pdf button  What is a high classed public transport system?

Michael Goth-Rindal, COWI
pdf button  Urban transformation by improved public transport – experiences from Odense

Henrik Juul Vestergaard, COWI
pdf button  BRT in Scandinavia – experience from Stavanger, Lund, Malmö, Aalborg og +WAY

Borghildur Sturludóttir, arkitekt og fulltrúi Hafnarfjarðar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
pdf button  Borgarlínan í Hafnarfirði - hugleiðingar um hraun og hátæknisamgöngur

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri og Lilja G. Karlsdóttir, Viaplan
pdf button  Perlufestin okkar - Auknir uppbyggingarmöguleikar meðfram Borgarlínu

 

- Kynningarfundur föstudaginn 21. október 2016
pdf button  Kynning Eyjólfs Árna Rafnssonar, verkefnastjóra Borgarlínunnar

pdf button  Kynning Hrafnkels Á. Proppe, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins

- Kynnisferð um eflingu almenningssamgangna í borgarumhverfi -Kaupmannahafnar, Strasbourg og Vancuver -september 2016
pdf button  Í kjölfar kynnisferðar

- Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipualgsstjóri höfuðborgarsvæðisins, málþing um almenningssamgöngur 27.05.2016 
pdf button  Samgönguáherslur í svæðisskipualginu

- Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, málþing um almenningssamgöngur 27.05.2016
pdf button  Borgarlínan -Hlutverk - Hvað - Hvar - Hvernig 

- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, málþing um almenningssamgöngur 27.05.2016
pdf button  Almenningssamgöngur - áskoranir og verkefni framundan

- Jarrett Walker
pdf button  Public Transport Choices Report -March 2016

- Mannvit
pdf button  Fjármögnun almenningssamgangna -Nóvember 2015

- Mannvit
pdf button  Borgarlína - Greining á bestu legu -Mars 2015

- VSÓ
pdf button  Umferðaspá svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins -Júní 2015 

- Mannvit
pdf button  Næstu skref í þróun samgöngukerfa 

- Mannvit
pdf button Mat á samgöngusviðsmyndum-Janúar 2014

     

Hér má sjá upptöku af erindi Jarrett Walker;
Abundant Access: Planning Public Transport that Builds Freedom, Prosperity and Sustainability
Jarrett Walker hefur komið að skipulagi fjölda almenningssamgöngukerfa víðsvegar í heiminum.  SSH hafði frumkvæði að því að fá Jarrett til landsins til aðstoðar við skipulag Borgarlínu, nýs hágæða almenningssamgöngukerfis.  Erindi Jarrett markaði upphaf þeirrar vinnu.  Það var haldið í lok samgönguviku, þriðjudaginn 22. september, í Salnum Kópavogi.

Gísli Marteinn Baldursson stýrði fundinum og kynnti Jarrett til leiks.

 

Jarrett Walker í Kastljósi 2. nóvember 2015