Hryggjastykkið nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan – nýtt kerfi almenningssamgangna sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin. 

Borgarlínan verður því raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.

Meðfram Borgarlínu verða eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði fyrir íbúa og atvinnulíf. Farþegagrunnur almenningssamgangna verður því styrktur og þannig skapast skilyrði fyrir bætta þjónustu. Borgarlína og samgöngumiðuð uppbygging sem beint er á kjarna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið mun styrkja öll hverfi. Álag á miðborgina minnkar eftir því sem spennandi svæðum fjölgar sem eru tengd hágæða almenningssamgöngum.

SSK skyringarmynd7

 

Á vegum SSH er unnið að undirbúningi Borgarlínu sem fellst annars vegar í ákvörðun um legu línunnar og staðsetningu stoppistöðva og hins vegar í að undirbúa stofnun sjálfstæðs félags sem tekst á við uppbygginguna.  Miðað er við að undirbúningi ljúki í byrjun árs 2017. Í framhaldinu verður Borgarlínan fest í skipulagi sveitarfélaga og nýtt félag mun svo taka við um nánari útfærslu, áfangaskiptingu og uppbyggingu.

SSK Borgarlina Samningar SSK Borgarlina Skyrslur SSK Borgarlina Kynningarefni  SSK Borgarlina SambVerk