Borgarlínan er nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu. Borgarlínan er forsenda þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með Borgarlínu verður hægt að byggja hagkvæmari rekstrareiningar með að byggja þéttari byggð t.d. með því að hafa færri bílastæði.

 

 1. Valkostir frá miðbæ Hafnarfjarðar að Hafnarfjarðarvegi
  • Um Fjarðargötu og Reykjavíkurveg
  • Um Lækjargötu, Álfaskeið og Fjarðahraun  
 2. Valkostir frá Arnarneshálsi að Hamraborg
  • Eftir Hafnarfjarðarvegi
  • Með viðkomu í Smáralind eftir Arnarnesvegi og Fífuhvamsvegi eða Smárahvamsvegi
 3. Valkostir frá Fossvogi að Kringlu
  • Eftir Kringlumýrarbraut
  • Eftir Fossvogsvegi, Háaleitisbraut og Listabraut
 4. Möguleg tenging milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar
 5. Valkostir frá BSÍ að Fríkirkjuvegi
  • Eftir Sóleyjargötu
  • Eftir Hringbraut, Suðurgötu og Skothúsvegi