Fjölbreyttar samgöngur eru mikilvægari í dag en þær hafa nokkurn tímann verið.  Eftir því sem þeim fjölgar sem nýta hjól sem samgöngutæki eykst þörfin á samræmdum aðgerðum sem einfalda hjólafólki leiðarval og rötun.

Vegvísar verða notaðir til að merkja leiðir og sett upp þar sem hætta er á misskilingi í leiðarvali. Einnig eru vegvisarnir notaðir til að minna vegfarendur á hvaða leið þér eru. Sjá í meðfylgjandi skjali.
pdf button  Útfærsla og staðsetning hjólavegvísa

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Vegagerðina hafa unnið samræmt kerfi merkinga á lykilleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu, að erlendri fyrirmynd. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir tæknimenn sveitarfélag og hönnuði. Stofnleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur verið skipt í fimm lykilleiðir;  gul, rauð, græn, blá og fjólublá.

Hjolaleidir kort Lykilleidir a hofudborgarsvaedinu Shb mynd