Sjóðurinn Sóley leggur áherslu á nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni og stuðla að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum á höfuðborgarsvæðinu. Sóley er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.
Í umsókn skal koma fram rökstuðningur þess að verkefni það sem sótt er um styrk vegna sé í samræmi við tilgang sjóðsins. Umsækjendur skulu sýna fram á getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og með umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis og upplýsingar um eignarhald og rekstrarform.
Auglýsing eftir umsóknum um styrki úr Sóley
Starfsreglur Sóleyjar
Frekari upplýsingar veitir:
Hermann Ottósson verkefnisstjóri sóknaráætlana
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.