Vinnustofa um skipulag almenningssamgangna 
haldin 23.-24. september 2015

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu frumkvæðið að því að flytja inn einn virtasta almenningssamgöngusérfræðing sem völ er á - Jarrett Walker sem kemur frá Portland í Bandaríkjunum. Jarrett hefur starfað með fjölda borga að bætingu á almenningssamgöngukerfinu þeirra með frábærum árangri.  Koma Jarrets Walkers tengist því að nú í kjölfar nýs svæðisskipulags eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, í gegnum SSH, að hrinda af stað seinni áfanga í Borgarlínu verkefninu. 

Verkefnið er liður í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og er markmiðið að í lok verkefnisins sé búið að skipuleggja nýtt almenningssamgöngukerfi, hagræn greining liggi fyrir ásamt úttekt á fjármögnunarleiðum. Á þessum grunni verður hægt að taka endanlega ákvörðun um uppbyggingu Borgarlínu.

Jarrett hélt tveggja daga vinnustofu fyrir þá sérfræðinga sem munu tengjast verkefninu. Þar voru m.a. lykilstarfsfólk á skipulags- og samgöngudeildum sveitarfélaga, Strætó bs., innanríkisráðuneytinu, Vegagerðinni ásamt fulltrúum frá þeim ráðgjöfum sem koma að verkefninu og fulltrúum grasrótarsamtaka.

Myndir frá vinnustofu

 

Á vinnustofunni æfðu þátttakendur sig fyrst að skipuleggja almenningssamgöngur ímyndaðri borg áður en hafist var handa með höfuðborgarsvæðið.  Markmiðið með vinnustofunni var að í lok hennar:

 - deildu þátttakendur sama skilning á þeim lögumálum sem gilda um skipulag og rekstur almenningssamgangna

 - hefðu þátttakendur reynslu við að skipuleggja net almenningssamgangna miðað við ákveðin rekstrarkostnað

 - væri SSH og sveitarfélögin með fóður í áframhaldandi vinnu við skipulag Borgarlínu

 - væri búið að mynda rýnihóp sem kalla má saman eftir því sem verkefninu vindur fram

 

SSH SSK 20150925 0119

Jarrett Walker ásamt fagteyminu sem kemur að Borgarlínuverkefninu..Frá vinstir; Jarrett Walker, Þorsteinn Hermannsson, Lilja G. Karlsdóttir, Hrafnkell Á. Proppé og Smári Ólafsson

 

Hér má sjá upptöku af erindi Jarrett Walker;
Abundant Access: Planning Public Transport that Builds Freedom, Prosperity and Sustainability

Jarrett Walker hefur komið að skipulagi fjölda almenningssamgöngukerfa víðsvegar í heiminum.  SSH hafði frumkvæði að því að fá Jarrett til landsins til aðstoðar við skipulag Borgarlínu, nýs hágæða almenningssamgöngukerfis.  Erindi Jarrett markaði upphaf þeirrar vinnu.  Það var haldið í lok samgönguviku, þriðjudaginn 22. september, í Salnum Kópavogi.

Gísli Marteinn Baldursson stýrði fundinum og kynnti Jarrett til leiks.

 

 

Jarrett Walker í Kastljósi 2. nóvember 2015