Til þess að fylgja megi efir stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins á markvissan hátt er nauðsynlegt að hafa gögn sem sýna hvernig gengur og miðla þeim á markvissan hátt. Sem betur fer er framboð á gögnum alltaf að aukast og jafnframt koma fram skilvirkar og áhugaverðar leiðir til að miðla þeim.

Með því að velja efnisatriði hér til vinstri má skoða höfuðborgarsvæðið frá ýmsum sjónarhornum, bæði í vefsjám og á gröfum. Þessi upplýsingaveita SSH er að taka sín fyrstu skref og allar ábendingar um það sem betur má fara eða bæta mætti við eru vel þegnar.