Annar verkefnaflokkurinn, „Markaðssetning höfuðborgarsvæðisins“ felur í sér 3 skilgreind verkefni sem lúta að markaðsetningu höfuðborgarsvæðisins á breiðum grunni og skapa því sameiginlega ímynd undir vörumerkinu „Reykjavík“.

1.Vörumerkið Reykjavík og markaðssetning höfuðborgarsvæðisins - „Reykjavík“ verður notað sem sameiginlegt vörumerki fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ná þarf samstöðu um hvernig það verði notað og kynnt til að það nýtist öllu höfuðborgarsvæðinu. Hvernig svæði er höfuðborgarsvæðið og hvernig við viljum kynna það? Hvað einkennir svæðið í atvinnulífi og nýsköpun, menningu og menntun, lífsskilyrðum fólks og innviðum? Hvað vitum við í dag um tengsl og ímynd heitisins og hvað þarf að kanna betur? Stefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.

2.Skilgreining ímyndar - Bent hefur verið á að skilgreiningu ímyndar svæðisins þurfi að nýta markvissar og betur en gert hefur verið fram til þessa. Ýmislegt bendir til þess að „Reykjavík“ hafi sterka stöðu gagnvart ferðalöngum, sé „hipp og kúl“ og hafi þannig sterkt aðdráttarafl gagnvart þessum hópi. Náttúran væri aðdráttarafl, tónlistin, menninging og landfræðileg staða mitt á milli heimsálfa. Þessi ferðalangar gera engan greinarmun á mörkum einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og líta á svæðið sem eina heild. Í þessu felst gott tækifæri til að nýta „vörumerki“ sem þegar er þekkt, bæði fyrir höfuðborgina og sem sóknarfæri fyrir önnur sveitarfélög á svæðinu til að koma sinni sérstöðu og sérhæfingu á framfæri undir þessu „vörumerki“ .  Stóra áskorunin felst hinsvegar í markaðssetningu „vörumerkisins“ gagnvart erlendum fyrirtækjum og fjáÞví er mikilvægt að rækta stöðugleikann, orðsporið og nýta þá viðspyrnu sem „vörumerkið“ hefur nú þegar.  Stefnt verði að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.

3.Sameiginleg markaðssetning - Kortlagðar verða bestu leiðir fyrir sameiginlega markaðssetningu fyrir höfuðborgarsvæðið undir vörumerkinu „Reykjavík“, þar sem beitt verður markvissum aðferðum markaðsfræðinnar. Sveitarfélögin þurfa að fjárfesta í aukinni samvinnu á þessu sviði og hugsanlega setja á fót sameiginlega kynningarstofu höfuðborgarsvæðisins. Markhópar höfuðborgarsvæðisins eru skilgreindir í eftirfarandi fjóra hópa: 1) íbúa höfuðborgarsvæðisins, 2) íbúa utan höfuðborgarsvæðisins, 3) erlenda ferðamenn, og 4) erlend fjárfesting og/eða fyrirtæki sem gætu séð tækifæri í að vera með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Að baki verkefninu liggur sú forsenda að fólk lítur á höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði: Reykjavík. Markaðssetning þarf því að ganga út frá því að höfuðborgarsvæðið sé markaðssett sem eitt svæði óháð einstaka sveitarfélöStefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.