Þriðji verkefnaflokkurinn „Skólar í fremstu röð“ tekur til 5 skilgreindra verkefna sem snúast um að skilgreina og nýta möguleg sóknarfæri til eflingar og samþættingu á skólastarfi frá leikskóla og að háskólastigi og að samtengingu menningar og menntastarfs á höfuðborgarsvæðinu.

1. Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði - Teknar verða saman upplýsingar um gæði og árangur skólastarfs á höfuðborgarsvæðinu frá leikskóla til háskólastigs í alþjóðlegum samanburði. Greindir verða styrkleikar og veikleikar og megináskoranir þegar til framtíðar er litið.  Stefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tíma- og tölusettum markmiðum og aðgerðaráætlun.

2. Samvinna skólastiga frá leikskóla til háskólanáms - Sérstök áhersla verður lögð á að kortleggja hvernig auka megi markvissa samvinnu milli skólastiga og sveigjanleika fyrir nemendur. Útfærðar verða hugmyndir um að einn eða fleiri framhaldsskólar á svæðinu flytjist á ábyrgð sveitarfélaga og kannaður grundvöllur þess að stofna listmenntaskóla á framhaldsskólastigi, m.a. á grunni sjálfstæðra skóla sem veita framhaldsnám í listum. Stefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.

3. Höfuðborgarsvæðið sem háskólaborg - Hvað einkennir góða háskólaborg? Höfuðborgarsvæðið hefur ákveðnum skyldum að gegna í þessum efnum og þær miða ekki síst að framboði á húsnæði og öflugum almenningssamgöngum. Greina þarf að hve miklu leyti höfuðborgarsvæðið uppfyllir þessar skyldur í dag og hverju er helst ábótavant til að þessum skyldum sé fullnæStefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.

4. Endurmenntun á vinnumarkaðnum - Mikilvægt er að efla endurmenntun á vinnumarkaði til að fólk sé ávallt tilbúið til að takast á við breyttar áskoranir á hverjum tíma. Staða menntunar á vinnumarkaði verður greind ásamt þeim leiðum og tillögum sem fyrir liggja um að bæta þar úr.

5. Kortlagning menningarverkefna og samstarf þess við menntakerfið - Mikil og öflug menningarstarfsemi fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að greina vandlega hvernig sveitarfélögin styrkja menningarverkefni og vinna að því að opna gáttir á milli þeirra og nánara samspil við skólakerfið.  Stefnt verður að sameiginlegri framtíðarsýn, tímasettum markmiðum og aðgerðaráætlun.