Undanfarið eitt og hálft ár hefur verið unnið að því að byggja upp samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu. Við þá vinnu hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins nema eitt verið þátttakendur en Kjósarhreppur ákvað að vinna með Vesturlandi að uppbyggingu ferðaþjónustu. Verkefnið hófst formlega í febrúar árið 2021 þegar það var áhersluverkefni í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Var verkefninu þá skipt upp í tvo þætti sem voru:

1. Greining og ákvörðunartaka:
Unnið með hagaðilum að því að móta og greina hvernig samstarfi skuli háttað um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu. Stofnaður var ráðgjafahópur frá hagaðilum til stuðnings við verkefnið.

2. Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofu
Unnið með hagaðilum að stofnun áfangastaðastofu.

Í desember 2021 samþykkti stjórn SSH samkomulag um næstu skref verkefnisins. Þar kemur fram að: „Tilgangur þessa samnings er að setja af stað samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um ferðamál með það hlutverk að styðja við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áherslan verði á þróun, kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila.“

Markmið samningsins eru:
• Að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða, jafnt fyrir ferðamenn og íbúa.
• Að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda.
• Að efla samkeppnishæfni og slagkraft áfangastaðarins í alþjóðlegri samkeppni.
• Að stuðla að sátt íbúa, atvinnulífs og sveitarfélaga um málefni ferðaþjónustunnar.
• Að styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir COVID19

Verkefni samráðsvettvangs árið 2022 eru:
• Að vinna áfangastaðaáætlun, stefnumótun og framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn og aðgerðaráætlun (til 3-5 ára).
• Að greina tölfræði og vinna markmið og mælikvarða fyrir áfangastaðinn.
• Að móta og byggja upp samstarfið.
• Að byggja upp samstarf við þátttakendur/fyrirtæki.
• Að undirbúa stofnun áfangastaða – og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Í janúar 2022 var síðan ráðinn verkefnastjóri verkefnisins og skrifað undir samning sveitarfélaga og atvinnulífs og samning við ráðuneyti.
Í fyrrnefnda samningnum er auk þess fjallað um hlutverk og skyldur ráðgjafahóps annars vegar og stefnuráðs hins vegar.

Hlutverk ráðgjafahóps:
„Ráðgjafahópur skal hittast mánaðarlega ásamt verkefnastjóra hjá SSH. Hlutverk ráðgjafahópsins er að fylgja eftir daglegum verkefnum og markmiðum samstarfsverkefnisins á fyrsta ári. Hann skal vera bakland verkefnastjóra í málefnum sem þarfnast umræðu eða aðstoðar í tengslum við sveitarfélögin eða atvinnulífið. Ráðgjafahópurinn getur sett um tímabundna faghópa um tiltekin málefni eða verkefni og kallað eftir tilnefningum frá sveitarfélögum og samtökum.“

Í ráðgjafahóp sitja:
• Andri Ómarsson, verkefnastjóri – þróunar og þjónustusvið, Hafnarfjörður
• Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, Kópavogur
• Hugrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri – þróunar og samskiptadeild, Mosfellsbær
• Hulda Hauksdóttir, upplýsingarstjóri, Garðabær
• María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri, Seltjarnarnes
• Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar, Samtök verslunar og þjónustu
• Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Samtök ferðaþjónustunnar
• Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Reykjavík
• Þórir Garðarsson, Grayline/formaður FMH, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðis.

Hlutverk stefnuráðs:
„Hlutverk stefnuráðsins er að móta og vera ráðgefandi um tillögur um áfangastaðaáætlun, stefnu og framtíðarsýn um höfuðborgarsvæðið sem áfangastað til næstu 3 – 5 ára sem öll sveitarfélögin vinna þá eftir. Tillögur stefnuráðsins verða lagðar fyrir stjórn SSH til samþykktar, og í framhaldi lagðar fyrir sveitarfélögin til endanlegrar afgreiðslu. Ávallt er hægt að kalla eftir kynningu á stöðu verkefnisins hvort sem er fyrir sveitarfélög eða samtök.“

Í stefnuráði sitja:
- Andrés Magnússon, SVÞ
- Ágúst Elvar Bjarnason, SAF
- Ásgeir Sveinsson, Mosfellsbær
- Bergljót Kristinsdóttir
- Birna Hafstein, Reykjavík
- Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Seltjarnarnes
- Einar Þór Einarsson, Garðabæ
- Elísabet Sveinsdóttir, Kópavogur
- Friðrik Josh Friðriksson, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins
- Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Reykjavík
- Guðmundur Ari Sigurjónsson, Seltjarnarnes
- Jakob Einar Jakobsson, SAF
- Kristinn Andersen, Hafnarfjörður
- Sigrún Sverrisdóttir, Hafnarfjörður
- Steinunn Guðbjörnsdóttir, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins
- Thelma Thorarensen, SAF
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Reykjavík
- Þórir Garðarsson, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri:
Björn H. Reynisson M.S.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s
ími 863 0001


Hvað er áfangastaðastofa?

Af hverju áfangastaðastofa?

Áfangastaðaáætlun
og af hverju eiga fyrirtæki að vera aðilar að áfangastaðastofu.