SSH merki midjusett m texta stutt  Ferdamalasamtok hofudborgarsv 1

Viltu gera höfuðborgarsvæðið að eftirsóknarverðum áfangastað?

Markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Hér er um að ræða nýtt og spennandi starf sem felur m.a. í sér að móta nýja starfsemi á heimsmælikvarða. Leitað er að drífandi og skipulögðum leiðtoga sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og skapandi hugsun.

Markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins er ný sjálfseignarstofnun sem sett er á fót í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri stofunnar og vinnur í nánu samstarfi við stjórn, ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og önnur stjórnvöld auk annarra hagsmunaaðila að þvi að efla vitund og þekkingu um svæðið og það sem það hefur upp á að bjóða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri
 • Samskipti og samstarf við stjórnvöld og hagsmunaaðila
 • Umsjón og eftirfylgni með ferðamálaþingi og öðrum fundum, kynningum og ráðstefnum
 • Mótun, innleiðing og eftirfylgni með starfs- og fjárhagsáætlun
 • Mótun, innleiðing og eftirfylgni áfangastaðaáætlunar
 • Umsjón með markaðssetningu og kynningu svæðisins
 • Stefnumótun, vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferðaþjónustuna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg
 • Reynsla og þekking á stjórnun, verkefnastjórnun og gagnagreiningu
 • Reynsla og þekking á stefnumótun og áætlanagerð
 • Reynsla og þekking á markaðsmálum
 • Góð þekking á höfuðborgarsvæðinu og ferðaþjónustu
 • Góð samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð
 • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) í síma 511 1225. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.