Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur tvö mál til kynningar:

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040 verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi. Ýmis nýmæli og breytingar eru að finna í tillögunni og ber þar helst að nefna vaxtamörk um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, samgöngu- og þróunarás sem tengir svæðið saman og áhersla á að beina framtíðarvexti á vel tengda miðkjarna og þróunarsvæði.

Tillagan ásamt drögum að umhverfismati og öðrum fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu SSH, Hamraborg 9, frá og með 24 mars 2013.

Áhugasamir geta einnig komið og sótt opna kynningarfundi á skrifstofum SSH, Hamraborg 9. Þar gefst tækifæri til að bera upp spurningar og koma með ábendingar varðandi tillöguna. Tímasetningar á opnum fundum verða:

Fimmtudagur 3. apríl frá klukkan 13:00 - 14:30 og 16:00 - 17:30
Fimmtudagur 10. apríl frá klukkan 13:00 - 14:30 og 16:00 - 17:30

Hver sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hvattur til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 20. apríl 2014. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Hluti af þeirri endurskoðun er heildarendurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Það verkefni er unnið samhliða svæðisskipulaginu og verður á endanum hluti þess.

Verkefnið hefur verið í vinnslu frá árinu 2013 í umsjón stýrihóps um skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu Nú þegar tillagan er komin vel á veg hefur stýrihópurinn ákveðið að kalla eftir umsögnum og athugasemdum ýmissa aðila sem málið varðar. 

Frestur til að gera athugasemdir er til og með 22. apríl 2014. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum til skrifstofu SSH á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.