Hjolaleidir kort Lykilleidir a hofudborgarsvaedinu Shb myndFjölbreyttar samgöngur eru mikilvægari í dag en þær hafa nokkurn tímann verið.  Eftir því sem þeim fjölgar sem nýta hjól sem samgöngutæki eykst þörfin á samræmdum aðgerðum sem einfalda hjólafólki leiðarval og rötun.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Vegagerðina hafa unnið samræmt kerfi merkinga á lykilleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu, að erlendri fyrirmynd. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir tæknimenn sveitarfélag og hönnuði. Stofnleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur verið skipt í fimm lykilleiðir;  gul, rauð, græn, blá og fjólublá.

Hluti af rauðri lykilleið yfir Arnarnesháls í Garðabæ verður formlega opnaður þriðjudaginn 20. september 2016. Þar mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, afhjúpa fyrsta skiltið sem merkir lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um hjólaleiðir