Fljótlega verður vefsíðan ssh.is endurnýjuð og í tengslum við þá vinnu stóðu SSH fyrir könnun meðal notenda síðunnar. Þátttaka í könnunni var afar góð og barst mikið magn gagnlegra upplýsinga og ábendinga.

Þeim sem tóku þátt bauðst að vera með í vinningspotti, en í verðlaun voru skíða- eða sundkort. Tveir vinningshafar, þau Borghildur Magnúsdóttir og Viðar Eggertsson hafa nú verið dregin úr pottinum og völdu þau sér að fá árskort í sund. Vegna sóttvarnarráðstafana voru vinningar afhentir rafrænt.

SSH óska vinningshöfum innilega til hamingju og öllum þátttakendum í könnuninni er þakkað fyrir sitt framlag.

Reykjavik dalslaug 22