Fjölgun íbúa kallar á uppbyggingu húsnæðis til búsetu, atvinnu og þjónustu. Tryggja þarf að húsnæðiskostur höfuðborgarsvæðisins þróist í samræmi við fjölgun íbúa og breyttar þarfir þeirra. Sveitarfélögin hafa sett sér markmið um að þétta byggðina og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. Liður í því eru vaxtamörk en byggð, sem skilgreind er sem þéttbýli, á að vera innan þeirra.

Undir flokknum húsnæði er hægt að sjá skiptingu húsakostsins, þéttleika byggðar, hvar íbúðir, atvinnuhúsnæði og gistirými er staðsett, hvar húsnæði er í byggingu, blöndun byggðar, skiptingu íbúða eftir aldri og gerð.

Gögn um húsnæði eru fengin hjá Þjóðskrá. Þau sýna stöðuna í janúar 2017. Gögnin verða uppfærð reglulega og verður þá hægt að sýna þróun milli tímabila.