15.06.2022

Soknaraaetlun_Logo_Frett.jpg

Sóley, styrktarsjóður á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, er nýttur til styrkveitinga til nýsköpunar- og samkeppnisverkefna svo og annarra styrkveitinga á grundvelli sóknaráætlunar ef við á, en Sóley er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Stjórn SSH tekur ákvörðun um styrkveitingar hverju sinni og er sérstaklega auglýst eftir umsóknum. 

pdf button Starfsreglur Sóleyjar 

 


12.12.2022

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins hefur það að markmiði að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í nýsköpunarverkefnum á sviði velferðar-og samfélagsmála annars vegar og umhverfis- og samgöngumála hins vegar ásamt því að efla samstarf atvinnulífs og sveitarfélaga innan beggja málaflokkanna. Hinn 12. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja úr Sóleyju, styrktarsjóði SSH, til nýsköpunarverkefna á ofangreindum sviðum.

Úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði umhverfis og samgangna var skipuð Jóni Kjartani Ágústssyni, tilnefndum af SSH, Einari Olavi Mantyla tilnefndum af Auðnu tæknitorgi og Þorsteini R. Hermannssyni tilnefndum af Betri samgöngum ohf.

Úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði velferðar og samfélags var skipuð Svanhildi Þengilsdóttur tilnefndri af SSH, Kolfinnu Kristínardóttur tilnefndri af Klaki-Icelandic startups og Steinunni Hrafnsdóttur tilnefndri af Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Við mat á umsóknum litu úthlutunarnefndir einkum til eftirfarandi þátta:
- Er umsókn til samræmis við áskilnað í starfsreglum/auglýsingum?
- Er um nýsköpun að ræða?
- Tengir verkefnið saman sveitarfélög og atvinnulíf?
- Fellur verkefnið að áherslum sóknaráætlunar?


Eftirtalin verkefni hlutu styrk, hvert um sig að fjárhæð 1.000.000 kr., úr sjóðnum:

Á sviði umhverfis og samgangna:

2022 12 12 SSH Soley DSCF4438
Verkefni VSB verkfræðistofu: „Hjólapróf í grunnskólum”: Verkefnið felst í því að búa til bóklegt og verklegt hjólapróf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára með það að markmiði að auka færni þeirra og draga úr slysahættu með það langtíma markmið að auka hlutdeild hjólreiða í samgöngum.
Thijs Kreukels veitti styrknum viðtöku fyrir hönd VSB.

2022 12 12 SSH Soley IMG 0464
Verkefni EFLU-verkfræðistofu: „Snjallari almenningssamgöngur“: Verkefnið felst í greiningu á því með hvaða hætti megi efla pöntunarþjónustu Strætó bs. Verður t.a.m. horft til þess hvort og hvar væri mögulegt og skynsamlegt að setja akstursleiðir í pöntunarþjónustu og verður m.a. framkvæmd viðhorfskönnun meðal íbúa í þeim tilgangi að greina það. Afurð verkefnisins verður skýrsla sem ætla megi að nýtist sveitarfélögunum við greiningu á því hvernig rétt sé t.a.m. að þjónusta hverfi sem eru í uppbyggingu, og leiðir sem hafa litla nýtingu t.d. utan annatíma.
Daði Baldur Ottósson veitti styrknum viðtöku fyrir hönd EFLU.

2022 12 12 SSH Soley IMG 0471
Verkefni Bambahúsa ehf.: „Barn sem ræktar kál borðar kál“: Styrkurinn verður nýttur að koma á samstarfi við innflutningsaðila bamba um að nýta bamba, sem eru 1000 lítra IBC tankar sem vökvi er fluttur í og væri ella fargað. Bambarnir eru svo nýttir til framleiðslu gróðurhúsa sem m.a. nýtast til umhverfiskennslu í leik- og grunnskólum. Vonast er til þess að í vor verði komið á samstarf um ráðstöfun á bömbum og niðurgreiðslu Bambahúsa til leikskóla.
Jón Hafþór Marteinsson veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Bambahúsa.


Á sviði velferðar og samfélags:

2022 12 12 SSH Soley IMG 0475
Verkefni Týndu stelpnanna ehf: „Sara – stelpa með ADHD“: Sótt er um styrk til að skrifa og gefa út barnabók um stelpu með ADHD, til að auka skilning á ADHD og vekja athygli á mismunandi birtingarmyndum ADHD eftir kynjum.
Katla Margrét Aradóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Týndu stelpnanna.

2022 12 12 SSH Soley IMG 0485
Verkefni Ofbeldisforvarnarskólans ehf: „Geltu – Forvarnarmynd um hatursorðræðu“: Verkefnið felst í vinnslu stuttmyndar um hatursorðræðu þar sem tekið er á útlendingahatri og kynbundnu ofbeldi. Markmiðið er m.a. að varpa ljósi á hvað leiðir til hatursorðræðu og að styrkja sjálfsmynd ungra innflytjenda og hinsegin unglinga.
Benedikta Sörensen veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Ofbeldisforvaranrskólans.

2022 12 12 SSH Soley IMG 0493
Verkefni Knattspyrnufélags Reykjavíkur í samstarfi við Samfélagshúsið Aflagranda 40 um heilsueflingu eldri borgara: „Kraftur í KR“: Um er að ræða samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda og KR er snýr að hreyfingu fyrir eldra fólk. Styrknum verður varið til eflingar starfsins, til að auka fjölbreytni hreyfingar og koma á fót gönguhópi og til að styrkja frístundaakstur, þ.e. rútu sem sækir einstaklinga í hverfinu og kemur þeim á staðinn.
Pálmi Rafn Pálmason veitti styrknum viðtöku fyrir hönd KR.

2022 12 12 SSH Soley DSCF4486
Verkefni Fjölmiðlanefndar og Tengslanets um upplýsinga- og miðlalæsi: „Upplýsinga- og miðlalæsisvika“: Verkefnið felst í að byggja upp fræðslu og þjálfun fyrir kennara og frístundaleiðbeinendur til að auka miðlalæsi yngri kynslóðarinnar. Um verður að ræða þýðingar á erlendu efni og fræðslumyndbönd. Gert er ráð fyrir umfjöllun um samfélagsmiðla, fréttir og falsfréttir, hatur og áreiti, foreldra og öryggi.
Elfa Ýr Gylfadóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Fjölmiðlanefndar ogTengslanets um upplýsinga- og miðlalæsi.

 

2022 12 12 SSH Soley uthutun DSCF4493 m
Á meðfylgjandi ljósmynd eru, frá vinstri til hægri, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Benedikta Sörensen, Katla Margrét Aradóttir, Elfa Ýr Gylfadóttir, Daði Baldur Ottósson, Thijs Kreukels, Pálmi Rafn Pálmason, Jón Hafþór Marteinsson og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður stjórnar SSH.

 

 


17.08.2022

Umsóknir í nýsköpunar- og samstarfsverkefni á sviði

velferðar- og samfélags

umhverfis- og samgöngumála

Framangreind verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 en markmiðið styrkveitinganna er að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í slíkum verkefnum og styðja við verkefni sem tengja saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og efla samstarf þeirra. Í ljósi þess verða aðeins veittir styrkir til lögaðila, en ekki einstaklinga.

 

 


Úthlutun 03.03.2021 

Hinn 3. mars 2021 fór fram í fyrsta skipti úthlutun styrkja úr Sóley, en þá voru veittir styrkir til nýsköpunarverkefna á sviði ferðaþjónustu.  Alls bárust 14 umsóknir um styrki úr sjóðnum en úthlutunarnefnd sjóðsins lagði til að styrkur yrði veittur til fjögurra verkefna.

SOLEY Allir styrkthegar1 m

Styrkþegar: Björn Jónsson frá Markaðsstofu Kópavogs, Steinunn Guðbjörnsdóttir frá Exploring Iceland, Eva María Þórarinsdóttir Lange frá Pink Iceland og Þór Sigurðsson frá Expluria.

 

Úthlutunarnefnd skipuðu Rósa Guðbjartsdóttir, Rannveig Grétarsdóttir fulltrúi SAF og Þorleifur Þór Jónsson fulltrúi Íslandsstofu

Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum:

SOLEY Expluria mVerkefni Expluria ehf., FindMyBus.is, hlaut 1.500.000 kr. í styrk en vefsíðan FindMyBus.is mun veita ferðamönnum rauntímaupplýsingar um staðsetningu þess farartækis sem þeir eiga pantaða ferð með og senda tilkynningu þegar farartækið er í 500 metra fjarlægð. Vefnum er ætlað að auka skilvirkni í ferðaþjónustu og stuðla að tíma- og eldsneytissparnaði.

Gunnar Einarsson afhenti Þóri Sigurðssyni frá Expluria styrkinn.

 

 

 

SOLEY MarkadsstKopavogs2 mVerkefni Markaðsstofu Kópavogs, Hiking Haven, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Verkefnið fellst í að kynna „Hiking Haven“ sem sameiginlegt útvistarsvæði fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og ferðamenn. Í dag skortir á að svæðið virki sem ein heild og ætlunin að samtengja göngustíga við Elliðavatn yfir sveitarfélagamörk þannig að hægt verði að ganga í kringum vatnið með góðu móti, að merkja gönguleiðir og bílastæði á landsvæði Kópavogs, að útbúa heildstætt kost af útivistarsvæði og hvetja íbúa og ferðamenn til að nýta sér þetta svæði.

Gunnar Einarsson afhenti Birni Jónssyni frá Markaðsstofu Kópavogs styrkinn.

 

 

 

SOLEY ExploringIceland1 mVerkefni Exploring Iceland ehf., Reykjavík Riding Secrets, hlaut 500.000 kr. í styrk. Um er að ræða skipulagðar hestaferðir um höfuðborgarsvæðið, þar sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru samþætt í einni ferð. Þá eru íslenskir hestamenn í hesthúsahverfum sóttir heim sem mun einstakt í slíkum ferðum hérlendis.

Gunnar Einarsson afhenti Steinunni Guðbjörnsdóttur frá Exploring Iceland styrkinn.

 

 

 

 

 

 

SOLEY PinkIceland mVerkefni Pink Iceland, Work from Iceland, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Verkefnið gengur út á að aðstoða ferðamenn sem koma hingað til lengri dvalar við umsóknir um langtíma vegabréfsáritanir, finna íbúðarhúsnæði, vinnuaðstöðu, leigu á umhverfisvænum fararskjóta og aðstoða þá við ferðalög innanlands. Einnig að aðstoða þá við að byggja upp tengslanet og aðlagast samfélaginu með sjálfbærni að leiðarljósi. Um er að ræða hugmynd sem kviknaði í Covid-19 faraldrinum þegar möguleikar fólks á fjarvinnu jukust stórlega.

Gunnar Einarsson afhenti Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange frá Pink Iceland styrkinn

 

 

 

 

 

 

SOLEY Allir styrkthegar og fleiri3 mx

Mynd: Páll Björgvin Guðmundsson, framkv.stjóri SSH, Björn Jónsson Markaðsstofu Kópavogs, Steinunn Guðbjörnsdóttir Exploring Iceland, Eva María Þórarinsdóttir Lange Pink Iceland, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og formaður stjórnar SSH og Þorleifur Þór Jónsson frá Íslandsstofu

 

Frekari upplýsingar veitir:

Hermann Ottósson verkefnisstjóri sóknaráætlana 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Soley HO copyright3xx

 

SSH texti      SL logo final vertical