Fara í efni

Starf verkefnastjóra laust til umsóknar

Vilt þú taka þátt í að efla samstarf sveitarfélaga og atvinnulífs um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu?

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) leita að drífandi verkefnastjóra til að stýra samstarfsvettvangi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.

Leitað er að lausnarmiðuðum og hugmyndaríkum verkefnastjóra til að taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu ferðaþjónustu innan samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu. Um nýtt og spennandi starf er að ræða og er ráðningin tímabundin til eins árs.

Þessi nýi samstarfsvettvangur hefur það hlutverk að styðja við þróun höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar á heimsmælikvarða, í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni með áherslu á þróun, kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með mótun og gerð áfangastaðaáætlunar, s.s. stefnumótun og framtíðarsýn.

Umsjón með greiningu á lykiltölfræði og vinnslu markmiða og mælikvarða.

Umsjón með mótun og uppbyggingu samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífs í ferðaþjónustu.

Umsjón með samskiptum og samstarfi við hagaðila samstarfsvettvangsins.

Umsjón með undirbúningi stofnunar áfangastaða? og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Umsjón með skipulagningu, framkvæmd og eftirvinnslu ferðamálaþings og stefnuráðsfunda.

Önnur verkefni sem verkefnasstjóra eru falin og eru á verksviði hans.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Þekking og reynsla af ferðaþjónustu.

Þekking og reynsla af stefnumótun og áætlanagerð.

Þekking og reynsla á stýringu verkefna.

Þekking og reynsla af stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er kostur.

Sjálfstæði, drifkraftur og frumkvæði í vinnubrögðum.

Góð skipulags- og samskiptahæfni nauðsynleg.

Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku.

 
Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2022.