Ársskýrsla SSH 2021
Markmið SSH er m.a. að vera vettvangur samráðs og samstarfs aðildarsveitarfélaganna, vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og efla samstarf sveitarfélaga og starfsfólks þeirra. Í tengslum við aðalfund samtakanna er árlega gefin út skýrsla um starfsemina.
Í henni er m.a. að finna ágrip af sögu SSH, en samtökin áttu 45 ára afmæli á árinu, og ítarlegt yfirlit þeirra verkefna sem samtökin sinna. Þá er í skýrslunni sérstök umfjöllun um tiltekin verkefni, s.s. er varða sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, byggðasamlögin, skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Í skýrslunni er einnig að finna yfirlit yfir kynningar- og umræðufundi sem samtökin hafa haldið fyrir kjörna fulltrúa, þingmenn og starfsfólk sveitarfélaganna, en markmið SSH er að tryggja gott upplýsingaflæði til þessara aðila um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefni SSH eru víðfeðm og fjölbreytt og af nógu að taka og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér ársskýrslu samtakanna.