Umhverfis- og samgöngumál
Megináherslur
- Samhæfa og bæta meðferð úrgangs á höfuðborgarsvæðinu
- Efla almenningssamgöngur og hraða orkuskiptum
- Auka vægi græns skipulags höfuðborgarsvæðisins
- Minnka kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins
- Efla fræðslu um loftslagsmál
ÚRGANGSMÁL OG MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS
Við viljum....
- Skoða sameiginlega úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu
- Stuðla að hönnun og byggingu á sorpbrennslustöð
- Stuðla að hærra endurvinnsluhlutfalli hjá fyrirtækjum
- Hvetja til minni neyslu með endurnotkun, minni sóun og nægjusemi
- Fjölga fyrirtækjum sem nýta úrgangsefni í framleiðslu sína
SAMGÖNGUR
Við viljum....
- Að árið 2024 verði fyrstu tvær Borgarlínuleiðir farnar að þjónustu íbúa höfuðborgarsvæðisins
- Tryggja aðgengi fyrir alla í almenningssamgöngur
- Stuðla að góðu úrvali rafmagnshlaupahjóla, deilibíla o.s.frv. á endastöð Borgarlínu
- Koma á appi fyrir deilihagkerfi fyrir samgöngur (bílar, hjól, o.s.frv.)
- Stuðla að Maas (mobility as a service) kerfi fyrir höfuðborgarsvæðið
- Kolefnislosun og –binding verði skilgreind og mælingu lokið fyrir árið 2022
- Styðja við orkuskipti í samgöngum með uppbyggingu innviða í samstarfi við ríkið og atvinnulífið
ÞRÓUN GRÆNS SKIPULAGS
Við viljum....
- Undirbúa hvata fyrir byggingageirann og arkitekta til að stuðla að umhverfisvænum lausnum
- Vinna sameiginlega hjólreiðaáætlun
- Framkvæma reglulega samræmdar mælingar á nýtingu útivistarsvæða. Kortlagningu lokið fyrir 2022 og mælingar/talningar komnar upp í lok þess árs
- Yfirsýn yfir útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu verði aðgengileg á einum stað
- Stofna samstarfshóp til að tengja saman græna netið
Megináherslur og mælanleg markmið
Samhæfa og bæta meðferð úrgangs á höfuðborgarsvæðinu
→Minnka urðun um 25%
→Endurnýtingarhlutfall úrgangs frá heimilum verði 95%
Efla almenningssamgöngur og hraða orkuskiptum
→Fjölga farþegum almenningssamgangna um 30%
→Fjölga göngu- og hjólreiða ferðum innan svæðisins um 30%
→Að 50% vagna strætó verði knúnir með öðru en jarðefnaeldsneyti
Auka vægi græns skipulags höfuðborgarsvæðisins
→Hlutfall íbúðabyggðar á miðkjarna og samgöngumiðuð þjónustusvæði vaxi úr 32% í 40%
Minnka kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins
→Minnka kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins um X% (í vinnslu)
Efla fræðslu um loftslagsmál
→Árlegur viðburður einu sinni á ári er málefnið varðar með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu
Staða og vilji haghafa á höfuðborgarsvæðinu
Gera meira af:
- Vinna saman að því að gæta sanngjarnar hlutdeildar höfuðborgarinnar í samgönguáætlun ríkisins
- Auka samstarf í almenningssamgöngum
- Fjölbreyttir umhverfisvalmöguleikar - deililyklar
- Efla nýsköpun - yfirbyggðir hjólastígar
- Samræma og bæta flokkun í sorphirðu og endurvinnslu. Taka fyrirkomulag Sorpu til endurskoðunar.
- Skipuleggja heildstætt græn svæði, gönguleiðir og mannvænt borgarbæjarskipulag
- Ræktun, grænir reitir, sorp auðveldara, verslun í hverfum, hvatning til að samnýta bíla.
- Fjölga og bæta græn svæði
- Taka upp hringrásarhagkerfi þegar kemur að innkaupum sveitarfélaga og stofnana tengdum þeim
- Styrkja SSH sem samráðsvettvang varðandi umhverfis- og samgöngumál
- Tryggja betur flæði á milli sveitarfélaga þegar kemur að samgönguleiðum. Sameina reglur gagnvart fyrirtækjum - sambærilegt umhverfi
- Leggja meiri áherslu á orkuskipti - hvatakerfi, áróður
Byrja að:
- Áætlun um hvernig sé viðeigandi að fá sjónarhorn sveitarfélaganna að nota veggjöld til að draga úr umferð annars vegar og til fjáröflunar vegna framkvæmda hins vegar
- Setja upp fleiri rafhleðslustöðvar
- Móta heildræna sýn á þungaflutninga á svæðinu
- Mæla reglulega magn CO2 í lofti og kolefnisbindingu
- Þétting í kringum samgöngur og hverfiskjarna
- Sýnileg og mælanleg markmið í umhverfis- og samgögnumálum fyrir höfuðborgarsvæðið
- Áætlun um uppbyggingu hjólastíga
- Sameiginleg rafvæðing í samgöngumálum
- Gera samhæft átak í endurheimt votlendis
- Orkuver byggt á sorpbrennslu sbr. DK/SE/DE
- Sameiginlegar sorpflokkunar-reglur hjá móttökuaðilanum
- Sameiginlegar sorpflokkunar-reglur hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu
- Sameina fyrirkomulag á sorphirðu
- Sorpbrennsla fyrir allt landið
Draga úr:
- Að atvinnustarfsemi sé á einum stað - dreifing
- Urðun sorps
Hætta að:
- Akstri strætóa sem ekki eru umhverfisvænir (metan, rafmagn, vetni)
- Rándýrum girðingum um höfuðborgarsvæðinu
- Að taka á móti mengandi skemmtiferðaskipum