Nýting gervigreindar í starfsemi sveitarfélaga
Að sveitarfélögin geti nýtt sér stafrænar lausnir til aukinnar þjónustu og rekstrarhagræðis og til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa
Með gervigreind er hægt að greina gögn hraðar, spá fyrir um þörf á þjónustu og taka upplýstari ákvarðanir, til dæmis í skipulagsmálum. Sjálfvirk svörun spurninga getur sparað tíma og auðveldað samskipti við íbúa. Þó þarf að gæta að öryggi persónuupplýsinga til að tryggja gagnavernd og fylgja lögum um persónuvernd. Einnig ber að varast of mikla sjálfvirkni þar sem mannlegur þáttur er nauðsynlegur í mörgum tilfellum.
Gervigreind er ekki framtíðin – hún er nútíðin, og með réttri notkun getur hún breytt leiknum.
Verkefnið gengur út á að skoða hvernig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa.
Kortlagning tækifæra er varða gervigreind hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Listi yfir tækifæri sem verður forgangsraðað og útbúin verkefnáætlun.
Aukin skilvirkni og hagræði í þjónustu sveitarfélaganna.