Fara í efni

Saga svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

Allt frá stofnun SSH 1976 hafa skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu verið eitt af meginverkefnunum. Þá var starfandi Samvinnunefnd um skipulag Reykjavíkur og nágrennis undir stjórn Skipulagsríkisins. Sú nefnd starfaði slitrótt til ársins 1982 þegar hún var lögð niður. Á þeim tíma var til vísir af höfuðborgarsvæðisins varð til við gerð aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983.

Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins var sett á laggirnar árið 1980 með það að meginverkefni að móta svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sú vinna leiddi af sér svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1985 - 2005. Það skipulag var ekki staðfest formlega að ráðherra þar sem ekki þótti rétt að binda hendur einstakra sveitarfélaga um of. Í kjölfarið var skipulagsstofan lögð niður.

Svæðisskipulag 1985-2005

Svæðisskipulag 2001-2024

Árið 1998 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með sér samkomulag um að ráðast í gerð nýs svæðisskipulags sem afmarkaðist af sveitarfélagsmörkum Kjósahrepps í norðri og sveitarfélagsmörkun Hafnarfjarðar í suðri. Erlendir og innlendir ráðgjafar komu að verkefninu undir heitinu nesPlanners. Svæðisskipulagið, sem gildir fyrir árin 2001-2024 var endanlega staðfest af umhverfisráðherra í desember 2002 , að undangenginni staðfestingu allra aðildarsveitarfélaganna.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2025 tekur til byggðaþróunar, landnotkunar, umhverfismála, samgangna og veitukerfa, auk þess sem samfélagsleg þróun á svæðinu var skoðuð sérstaklega við gerð þess.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 er sett fram með greinargerð þessari og skipulagsuppdrætti. Í greinargerðinni er stefna svæðisskipulagsins sett fram og skipulaginu lýst nánar. Fjallað er ítarlegar um einstaka málaflokka í fylgiritum. Þau eru ekki hluti af staðfestu svæðisskipulagi. 

 

Svæðisskipulag hbsv 2001-2024.greinargerð

Unnið fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu af nesPlanners 19.desember 2002 (115 bls)

Í greinargerðinni er farið yfir hvað felst í svæðisskipulagi, forsendur og stefnumörkun svæðisskipulags. Einnig er fjallað um áhrif svæðisskipulags og framkvæmd svæðisskipulags.

 

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 skipulagsuppdráttur

6. apríl 2009, Kortgrunnur: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Landmælingar Íslands. Kortagerð Verkís hf.

 

Breytingar á núgildandi svæðisskipulagi frá 2003 til 2013

Skjalið er samantekt unnin af Verkís fyrir SSH.

 

Svæðisskipulag hbsv 2024. Þróun byggðar

Greinargerð gefin út af Verkís, september 2009 fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (48 bls).

Í greinargerðinni er fyrst og fremst lögð áhersla á að safna saman fyrirliggjandi gögnum um breytingar á svæðisskipulaginu, byggðarþróun og umferð og setja þau fram í töflum og á myndum.

 

Byggðin og landslagið

Fylgirit 1. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, nóvember 2001

 

Skipulagstölur

Fylgirit 2. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, maí 2002

 

Endurnýjun og þróun borgar

Fylgirit 3. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, nóvember 2001

 

Umferðarspár

Fylgirit 4. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, maí 2002

 

Umhverfismál

Fylgirit 5. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, nóvember 2001

 

Framkvæmdakostnaður

Fylgirit 6. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, maí 2002

 

Framkvæmd skipulagsins

Fylgirit 7. Unnið fyrir samvinnunefnd af nesPlanners, nóvember 2001