Fara í efni

Svæðisskipulagsbreytingar í auglýsingu

Hér fyrir neðan eru ósamþykktar breytingar á svæðisskipulaginu, Höfuðborgarsvæðið 2040, sem eru í breytingaferli

Rjúpnahlíð

Í auglýsingu

Svæðisskipulag - breyting á vaxtamörkum - Rjúpnahlíð - Garðabæ

Á 110. fundi svæðisskipulagsnefndar dags. 14.10.2022 samþykkti nefndin lýsingu sem varðar breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 sbr. 1. mgr.23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin varðar færslu á vaxtamörkum svæðisskipulags við Rjúpnahlíð í Garðabæ þar sem ætlun er að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Breytingin er hluti af innleiðingu Garðabæjar á stefnumörkun svæðisskipulags. Unnið er að uppbyggingu þéttrar blandaðrar byggðar með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ og uppbyggingin þéttrar byggðar við biðstöðvar Borgarlínu, sem liggja mun um Hafnarfjarðarveg.

Ábendingum vegna lýsingar skal skilað til ssh@ssh.is. Frestur til að skila ábendingum er til og með 12. desember 2022.