2.3 Hlutdeild göngu og hjólreiða í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 30%.
Haldið verður áfram þeirri uppbyggingu helstu gönguog hjólaleiða innan þéttbýlis milli sveitarfélaga og hverfiseininga sem hafin er í samstarfi sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar. Helstu göngu- og hjólaleiðir eiga að tengja allt þéttbýli höfuðborgarsvæðisins saman og auðvelda notkun virkra ferðamáta.
Eftirnefndar aðgerðir samhliða þeim skipulagsáherslum og aðgerðum sem settar eru fram undir leiðarljósi 2.1 styrkja til muna grundvöll þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti valið að fara ferða sinna gangandi og hjólandi.
Við útfærslur helstu göngu- og hjólaleiða í aðalskipulögum sveitarfélaga skal taka mið af töflu 3 um málsmeðferð í 4. kafla.
Mynd 7 -Götur fyrir alla ferðamáta
Aðgerðir tengdar markmiði
Svæðisskipulagsnefnd og SSH
2.3.1 Svæðisskipulagsnefnd setur fram viðmið um hönnun, merkingar og rekstur göngu- og hjólaleiða sem sveitarfélög hafa til hliðsjónar. Þannig verður unnið að samræmdri útfærslu og þjónustustigi á helstu göngu- og hjólaleiðum á svæðinu.
2.3.2 Við gerð fjögurra ára þróunaráætlunar greinir svæðisskipulagsnefnd hvar bæta þarf helstu göngu- og hjólaleiðir eftir því sem höfuðborgarsvæðið þróast. Sú greining verði grundvöllur samvinnu við ríkið við gerð samgönguáætlunar og annarrar opinberrar stefnumótunar.
Sveitarfélög og byggðasamlög
2.3.4 Sveitarfélögin tryggja að skilgreindu þjónustustigi á helstu göngu- og hjólaleiðum, sbr. aðgerð 2.3.1, verði náð.
2.3.5 Sveitarfélögin tryggja góðar göngu- og hjólaleiðir að/ frá stoppistöðvum hágæðakerfis og meginstoppistöðvum strætisvagnakerfis.
Aðkoma og aðgerðir annarra
2.3.6 Mikilvægt er að ríkið taki áfram þátt í að efla göngu og hjólreiðar sem valkosti í samgöngum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að jákvæðum áhrifum á heilsu manna.
2.3.7 Samgönguyfirvöld vinni að því í samgönguáætlun hverju sinni að vegfarendum verði tryggt öruggt og heilnæmt umhverfi, óháð ferðamáta.
2.3.8 Vegagerðin vinni áfram með sveitarfélögum að uppbyggingu stofnleiða göngu og hjólreiða.