1.3 Gott landbúnaðarland verður nýtt undir matvælaframleiðslu og náttúruríkt umhverfi verður varðveitt
Staðbundin matvælaframleiðsla færist sífellt í vöxt og eftirsóknarvert er fyrir borgarsvæði að gróskumikill landbúnaður sé innan 50 km frá markaði eða innan þeirra viðmiða sem gilda um staðbundin smásölufyrirtæki sem afhenda matvæli beint til neytenda. Mikilvægi landbúnaðarsvæða í nálægð við stóran markað er vaxandi. Á sama tíma hefur ásókn á landbúnaðarsvæði í nágrenni við borgarsvæðið aukist. Þörf er á að stíga ákveðin skref til að vernda gott ræktarland. Tækifæri til staðbundinnar matvælaframleiðslu eru t.d. í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsdal.
Stuðla þarf að aukinni vernd ræktarlands í samstarfi við önnur nærliggjandi byggðarlög og landskipulagsstefnu. Náttúrufar á höfuðborgarsvæðinu er mjög fjölbreytt. Mörg svæði hafa verið friðlýst eða njóta verndar á annan hátt.
Fylgja þarf eftir friðun með markvissri stýringu og upplýsingagjöf (Fylgirit 8).
Við útfærslur landbúnaðarsvæða í aðalskipulögum sveitarfélaga skal taka mið af töflu 3 um málsmeðferð í 4. kafla.
Með borgarbyggð er vísað til alls þéttbýlis innan vaxtarmarka
Aðgerðir tengdar markmiði
Svæðisskipulagsnefnd og SSH
1.3.1 Svæðisskipulagsnefnd viðheldur, í samvinnu við sveitarfélögin og ríkið, upplýsingum um gott ræktarland og náttúruríkt umhverfi.
1.3.2 Svæðisskipulagsnefnd leitar leiða í samvinnu við sveitarfélögin og ríkið til að forðast árekstra landbúnaðar við aðra starfsemi s.s. útivist, frístundabyggð og náttúruvernd.
Sveitarfélög og byggðarsamlög
1.3.3 Sveitarfélögin tryggja nýtingu landbúnaðarlands fyrir matvælaframleiðslu og takmarka uppbyggingu sem skerðir það. Þau gera einnig grein fyrir nánari útfærslu til að viðhalda og styðja við gott landbúnaðarland í aðalskipulagsáætlunum.
1.3.4 Sveitarfélögin safna saman upplýsingum um landbúnaðarsvæði og áætlanir þeim tengdum og útfæra stefnu í aðalskipulagi á grunni þess.
Aðkoma og aðgerðir annarra
1.3.5 Landskipulagsstefna taki mið af mikilvægi þess að borgarsvæði hafi aðgang að staðbundnum matvælum með aukinni vernd góðs ræktarlands fyrir matvælaframleiðslu.
1.3.6 Kalla þarf eftir því að ríkið og stofnanir leiti allra leiða til að skerða ekki gott landbúnaðarland við framkvæmdir s.s.
vegagerð og lagningu háspennulína.
1.3.7 Þörf er á að ríkið og stofnanir viðhaldi skráningu á góðu ræktarlandi