Fara í efni

Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins

Samráðhópur um vatnsvernd- og vatnsnýtingu

Hópinn skipa formaður svæðisskipulagsnefndar, formaður framkvæmdastjórnar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá vatnsveitum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk hópsins er: að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þau mál og viðfangsefni sem lúta að vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins og verkefnum sem henni tengjast á hverjum tíma; að tryggja samstillingu þeirra aðila sem bera ábyrgð á vatnsvernd og vatnsnýtingu innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins, m.a. í samræmi við lögboðnar skyldur sveitarfélaganna, heilbrigðiseftirlits og veitna. Hópurinn fundar mánaðarlega á vettvangi SSH undir hatti svæðisskipulags.

Rannsóknarborholur í Bláfjöllum

Verkefnið á upphaf sitt í samkomulagi sveitarfélaganna í maí 2018 um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og mótvægisaðgerðum vegna vatnsverndar sem m.a. felur í sér fjölgun á rannsóknarborholum og rýni á grunnvatnslíkani og tillögur að grunnvatnsrannsóknum. Stefnt var að því að fara í útboð og framkvæmdir á árinu 2022 en vegna tafa vegna leyfismála er gert ráð fyrir að framkvæmdir fari fram á árinu 2023.

Grunnvatns- og rennslislíkans höfuðborgarsvæðisins

Helsta verkefni samráðshóps er umsjón með grunnvatns- og rennslislíkans höfuðborgarsvæðisins. Líkanið er hýst hjá ráðgjafarstofunni Vatnaskilum og gegnir lykilhlutverki í framfylgd vatnsverndar sem og við mat á áhrifum nýrra framkvæmda eða starfsemi á aðrennslissvæðum vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Líkanið er í stöðugri endurskoðun með gagnasettum sem eru sótt m.a. í vatnamæla sem eru í borholum á höfuðborgarsvæðinu. Nýjar rannsóknarholur eru liður í að styrkja grunn vatnafarslíkansins sem veitufyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu viðhalda. Kostnaður vegna viðbótargrunnrannsókna skiptist á milli vatnsveitna á höfuðborgarsvæðinu.


Kort úr framgönguskýrslu fyrir árið 2021 sem sýnir vatnsból við Gvendarbrunna, Jaðar og Myllulæk og mæliholur sem nýtast við gagnaöflun fyrir uppfærslu grunnvatns- og rennslislíkans.

Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu

Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu

Ásthildur Helgadóttir

sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogs

Bryndís Björnsdóttir

sérfræðingur umhverfis- og gæðamála

Eysteinn Haraldsson

sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar

Guðmundur Elíasson

umhverfis- og veiturstjóri Hafnarfjarðar

Gunnlaugur Jónasson

sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarness

Hjálmar Sveinsson

formaður svæðisskipulagsnefndar

Hólmfríður Sigurðardóttir

umhverfisstýra Orkuveitu Reykjavíkur

Hörður Þorsteinsson

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Jóhanna Hansen

framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar

Sigrún Tómasdóttir

sérfræðingur í jarðvísinum hjá Orkuveitur Reykjavíkur

Snorri Halldórsson

sérfræðingur vatnsmiðla