Fara í efni

Staða og þróun íbúða- og atvinnuhúsnæðis

Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu og framtíðarþróun íbúða – og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Höfuðborgarsvæðið er og hefur verið í örum vexti. Þessi fjölgun íbúa er ein af helstu áskorum höfuðborgarsvæðisins.
Mikilvægt er að fyrir liggi skýr sýn á stöðu og þróun íbúða- og atvinnuhúsnæðis, og möguleika til áframhaldandi vaxtar.

Ýmsir aðilar greina í dag stöðu og þróun íbúða – og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi má nefna að sveitarfélögin skulu gera húsnæðisáætlun til 10 ára í senn skv. Reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018, HMS hefur það hlutverk að halda utan um húsnæðisáætlanir og aðstoða sveitarfélögin við gerð húsnæðisáætlana. Einnig gerir SSH þróunaráætlanir sem eru greiningar á grunni svæðisskipulags. Þróunaráætlanirnar eru vettvangur til að samræma áætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum, og miðla upplýsingum um uppbyggingaráform og skipulagsheimildir fyrir húsnæði í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna. Auk þessa eru aðrir aðilar sem gera greiningar á stöðu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, svo sem einkaaðilar og samtök iðnaðarins.

Þörf er á að samræma greiningar og áætlanir ofangreindra aðila og fá heildarsýn yfir stöðu og þróun íbúða- og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Í þessu verkefni, sem er samvinnuverkefni, verður greind staða og þróun íbúða – og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Einnig verður framtíðarþróun skoðuð með tilliti til mannfjöldaspár og skipulagsheimilda. Verkefnið verður unnið sem samvinnuverkefni með HMS, samtökum iðnaðarins og samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Skýrsla. Greining á núverandi stöðu og framtíðarþróun íbúða – og atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.