Innviðagreining og þróun húsnæðismála
Markmið verkefnisins er að gera ítarlegar greiningar á innviðum með tilliti til þróunar húsnæðismála.
Höfuðborgarsvæðið er og hefur verið í örum vexti. Þessi fjölgun íbúa er ein af helstu áskorum höfuðborgarsvæðisins. Þörf er á að greina stöðu innviða á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega með tilliti til þeirra hröðu uppbyggingar sem verið hefur á svæðinu.
Í þessu verkefni eru gerðar ítarlegar greiningar á stöðu innviða með tilliti til þróunar húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þá er gerð greining á stöðu innviða innan sveitarfélaga og hverfa, með tilliti til íbúafjölda og íbúaþéttleika. Skoðað er aðgengi íbúa að innviðum svo sem skólum, sundlaugum, íþróttaaðstöðu, leikskólum, menningaraaðstöðu, verslun og þjónustu.
Mögulegt er að innviðagreiningin verði unnin samhliða verkefninu „Samanburðagreining á lykiltölum við sambærileg svæði erlendis“ sem einnig er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2025- 2029. Í báðum verkefnunum felst að gera greiningar á korti og því gæti samþætting við úrvinnslu verkefnanna verið kostur.
Niðurstöður greiningarinnar munu liggja til grundvallar við áframhaldandi þróun og skipulagi innviða og aðgengi að þeim, á höfuðborgarsvæðinu.