Fara í efni

Álagsdreifing umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Verkefni gengur út á að greina og móta sameiginlegar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna álagsdreifingar umferðar um svæðið.

Framundan eru umfangsmiklar framkvæmdir vegna Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og á meðan og til framtíðar er mikilvægt að leita leiða til að bæta flæði samgöngumáta á svæðinu.

Listaðir verða upp möguleikar til bætts umferðaflæðis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi stofnana og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.

Ávinningur samfélagsins er að íbúar eyða minni tíma í umferðinni á hverjum tíma. Bætt umferðarflæði hefur bæði áhrif á ferðatíma þeirra sem ferðast með almenningssamgöngum og einkabíl.