Höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreytt atvinnulíf sem byggt er á hugviti og hagnýtingu þess. Styrkar stoðir verðmætasköpunar standa undir launum og lífskjörum sem eru á borð við þau bestu í heiminum.
Rannsóknastofnanir á svæðinu eru í fremstu röð og leggja grunn að frjórri nýsköpun á fjölmörgum sviðum. Höfuðborgarsvæðið er nútímalegt borgarsamfélag sem í senn er alþjóðlegt og með skýr sérkenni. Höfuðborgarsvæðið laðar að sér fólk hvaðanæva að sem vill starfa þar um lengri eða skemmri tíma eða njóta þess sem gestir.
Helstu áskoranir
- Veikleikar í stjórnkerfinu
- Alþjóðleg samkeppnishæfni
- Breytingar í umhverfi - loft, lögur og láð
- Lýðheilsa
Leiðarljós svæðisskipulagsins
Þau viðfangsefni í stefnu Höfuðborgarsvæðisins 2040 sem lúta að nýtingu lands eru sett fram í fimm leiðarljósum sem skiptast niður í ákveðin markmið. Undir hverju markmiði hafa verið skilgreindar aðgerðir sem beinast annars vegar að svæðisskipulagsnefnd og SSH og hins vegar að sveitar félögunum og byggðasamlögum sem þau reka. Einnig er athyglinni beint að nauðsynlegri aðkomu annarra s.s. stjórnvalda, stofnana og félaga sem ekki lúta stjórn sveitarfélag anna. Sú framsetning er mikilvæg til að stefnan geti haft tilætluð áhrif á ákvarðanatöku þvert á ráðuneyti og milli stjórnsýslustiga. Með þessu er lögð áhersla á mikilvægi fjölþættrar aðkomu svo vel megi takast til við hið flókna úrlausnarefni sem þróun höfuðborgarsvæðisins er.
Stefnan er sett fram í texta (með leiðarljósum, markmiðum og aðgerðum), á skýringarmyndum og með þemakortum sem ekki eru eiginlegir skipulagsuppdrættir. Áherslur sem koma fram í texta undir leiðarljósum og markmiðum teljast einnig til stefnu.