Svæðisskipulagsnefnd
Síðasti fundur Pawels í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins föstudaginn 17. janúar 2025
Síðasti fundur Pawels í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins föstudaginn 17. janúar 2025
Lykilatriði i framfylgd Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gerð þróunaráætlana. Með þeim er m.a. lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu húsnæðis og samgönguframkvæmdir og miðla upplýsingum um uppbyggingaráform.
Ásdís Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugað er að hún hefji störf í október nk.
Samningar hafa verið undirritaðir vegna borunar rannsóknarborhola í Bláfjöllum.
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 27. maí.
Svæðisskipulagsnefnd heimsótti Mosfellsbæ þann 3. maí 2024 í boði skipulagsnefndar og skipulagstjóra bæjarins
Hvernig glæðum við göturnar mannlífi? Hve mikið af göturýminu fer undir bílastæði og hver borgar fyrir þau? Hvernig getum við tryggt skilvirkar samgöngur í líflegri og þéttri byggð?
Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa gefið út "Mannlíf, byggð og bæjarrými: leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli". Þær voru unnar í samstarfi við Teiknistofuna STIKU en EFLA og Landmótun komu einnig að gerð leiðbeininganna.
Föstudaginn 12. janúar síðastliðinn heimsóttu þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, deildarstjóri Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri Almannavarna höfuðborgarsvæðisins, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins á skrifstofu SSH í Kópavogi.
Þann 17. nóvember síðastliðinn heimsótti svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins Garðabæ í boði skipulagsnefndar og skipulagsstjóra Garðabæjar.