Lykiltölur hins byggða umhverfis
Framkvæmd verði samanburðargreining á lykiltölum hins byggða umhverfi og gæða þess og bera saman við önnur borgarsvæði.
Ljóst er að uppbygging höfuðborgarsvæðisins hefur verið hröð síðustu ár. Að mæta þessari hröðu fjölgun er ein helsta áskorun höfuðborgarsvæðisins. Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að gæðum byggðarinnar, bæði á þéttingarsvæðum, í eldri byggð og nýjum svæðum. Í þessu verkefni verða skoðaðar lykiltölu varðandi hið byggða umhverfi og gæði þess. Dæmi um lykiltölur eru þéttleiki byggðar og landnýting, nálægð við almenningssamgöngur, bílastæði, bílaeign, hæðir bygginga, græn svæði. Í verkefninu verður höfuðborgarsvæðinu skipt upp í svæði og lykiltölur greindar. Lykiltölurnar verða síðan bornar við borgarsvæði erlendis og greindir möguleikar til áframhaldandi þróunar.
Mögulegt er að greiningin verði unnin samhliða verkefninu „Ítarlegar greiningar á innviðum með tilliti til þróunar húsnæðismála“ sem einnig er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2025- 2029. Í báðum verkefnunum felst að gera greiningar á korti og því gæti samþætting við úrvinnslu verkefnanna verið kostur.
Samanburðagreining á lykiltölum í formi greinargerðar/skýrslu og á korti. Ávinningurinn er m.a. að byggja á niðurstöðum greiningarinnar við áframhaldandi þróun, bæði nýrra og núverandi hverfa á höfuðborgarsvæðinu.