Álag í skólastarfi - ástæður og úrbætur
Greina ástæður álags innan skólakerfisins og móta aðgerðir til úrbóta. Styrkja jákvæða ímynd skólastarfsins.
Mikið álag virðist vera innan skólakerfisins sem hefur áhrif á starfsfólk og nemendur. Ætlunin er fá utanaðkomandi ráðgjafa til að taka greiningarviðtöl við stjórnendur og starfsfólk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og greina af þeim ástæður þessa álags. Á grundvelli þeirrar vinnu verði settar fram tillögur um sameiginleg úrbótaverkefni sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti ráðist í til að draga úr álagi í skólastarfi.
Kynning á niðurstöðum greiningarviðtala og tillögur um sameiginlegar aðgerðir sem sveitarfélögin geti gripið til í því markmiði að draga úr álagi og styrkja ímynd skólastarfs.