Verkefni
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru samráðsvettvangur fyrir allt samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Sóknaráætlanir eru sameiginlegt verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga með það að markmiði að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna á sínum svæðum.
Helstu verkefni á vettvangi SSH er að hafa umsjón með áhersluverkefnum sóknaráætlunar landshlutanna hverju sinni en með sóknaráætlunum landshlutanna koma íbúar hvers landshluta sér saman um sameiginlega framtíðarsýn fyrir landshlutann og aðgerðir sem gagnast til að ná árangri til framtíðar.
Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega, þar sem sameiginleg málefni og einstök úrlausnarefni sem kalla á samræmda nálgun og sýn eru rædd og afgreidd.
Stjórn SSH fundar oft og einatt með utanaðkomandi aðilum um málefni sem tengjast sameiginlegum hagsmunum svæðisins, s.s. Vegagerð ríkisins vegna vega- og samgöngumála, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna löggæslu o.fl.
Eftirfylgni með Samgöngusáttmálanum er á vettvangi stjórnar SSH .
Höfuðborgargirðing
Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið
Samgöngusáttmálinn
Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu
Sóknaráætlun
Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins
Þróunaráætlun 2024
Fréttir af verkefnum
Verkefnastjóri svæðisbundins farsældaráðs á höfuðborgarsvæðinu
Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu.
Samningur SSH og mennta- og barnamálaráðuneytisins
SSH og mennta- og barnamálaráðuneytið hafa gert samning um verkefnastjórn vegna stofnunar svæðisbundis farsældaráðs á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað eigum við að gera við allan þennan textíl?
Fjölbreyttar leiðir til að draga úr förgun textíls og flutningi úr landi.
Aðalfundur SSH og vinna við sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins
Aðalfundur SSH var haldinn 1. nóvember sl. í Hlégarði Mosfellsbæ og var fyrir utan hefðbundin aðalfundastörf helgaður vinnu við að móta nýja sókanaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.
Verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu
Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu, þá er þetta starfið fyrir þig.
Ný þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024
Lykilatriði i framfylgd Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gerð þróunaráætlana. Með þeim er m.a. lögð áhersla á að samræma áætlanir sveitarfélaganna um uppbyggingu húsnæðis og samgönguframkvæmdir og miðla upplýsingum um uppbyggingaráform.
Þróun Hvítá til Hvítá svæðisins
Verkefni um greiningu á þróun Hvítá til Hvítá svæðisins hófst í lok sumars en það er eitt af þeim áhersluverkefnum Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins sem unnið er að á árinu 2024.
Samgöngusáttmálinn uppfærður
Ríkið og sex sveitarfélög innan SSH gera samkomulag um uppfærðan Samgöngusáttmála
Forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu
SSH og NORTH Consulting undirrituðu þann 7. júní sl. samning um verkefnastjórnun á verkefninu Forvarnir og geðrækt ungmenna á höfuðborgarsvæðinu.
Nýr svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
Ásdís Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugað er að hún hefji störf í október nk.