Fara í efni

Aðalfundur SSH og vinna við sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Aðalfundur SSH var haldinn 1. nóvember sl. í Hlégarði Mosfellsbæ og var fyrir utan hefðbundin aðalfundastörf helgaður vinnu við að móta nýja sókanaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.

Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið til næstu fimm ára. Liður í þeirri vinnu er að stofna til samráðs með kjörnum fulltrúum frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúum stofnana, atvinnulífs, menningarlífs og fræðasamfélags til að vinna grunn að næstu sóknaráætlun landshlutans 2025-2029. Samhliða aðalfundi SSH var því haldinn vinnufundur þessa samráðsvettvangs. Alls tóku um 50 manns þátt í vinnunni og verður afrakstur hennar kynntur á næstu vikum.

Áherslur, markmið og verkefni miðast við eftirfarandi málaflokka eins og í núverandi sóknaráætlun en gert er þó ráð fyrir því að ráðist verði í stærri áhersluverkefni en áður til að tryggja framgang sóknaráætlunarinnar og nýta fjármagn hennar enn betur.

• Samgöngur og umhverfismál
• Atvinna- og nýsköpun
• Velferð og samfélag