Aðalfundur SSH og vinna við sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins
Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið til næstu fimm ára. Liður í þeirri vinnu er að stofna til samráðs með kjörnum fulltrúum frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúum stofnana, atvinnulífs, menningarlífs og fræðasamfélags til að vinna grunn að næstu sóknaráætlun landshlutans 2025-2029. Samhliða aðalfundi SSH var því haldinn vinnufundur þessa samráðsvettvangs. Alls tóku um 50 manns þátt í vinnunni og verður afrakstur hennar kynntur á næstu vikum.
Áherslur, markmið og verkefni miðast við eftirfarandi málaflokka eins og í núverandi sóknaráætlun en gert er þó ráð fyrir því að ráðist verði í stærri áhersluverkefni en áður til að tryggja framgang sóknaráætlunarinnar og nýta fjármagn hennar enn betur.
• Samgöngur og umhverfismál
• Atvinna- og nýsköpun
• Velferð og samfélag















