Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins er fimm ára áætlun þar sem sett eru fram áhersluverkefni svæðisins sem taka mið af framtíðarsýn og þeim leiðarljósum sem m.a. er sett fram í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Undirbúningur vinnu við sóknaráætlun hófst á sumarmánuðum 2024 en formleg vinna átti sér stað í lok þess árs. Netkönnun var gerð meðal kjörinna fulltrúa og stjórnenda sveitarfélaganna. Jafnframt var hún send á fulltrúa frá háskóla-, atvinnu- og menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Vinnustofa var haldin 1. nóvember 2024 í Hlégarði með þátttöku fyrrgreindra aðila og úrvinnslufundur stjórnar SSH var haldinn 6. desember 2024 þar sem markmið og áhersluverkefnin voru mótuð.
Eins og í fyrri sóknaráætlun svæðisins er verið að horfa til þriggja meginmálaflokka en þeir eru:
- Velferð og samfélag
- Umhverfis- og samgöngumál
- Atvinnu- og nýsköpun
Áhersluverkefnin sem fram koma í áætluninni eru grunnurinn að þeim verkefnum sem unnin verða á næstu árum m.t.t. þeirra framtíðarsýnar og leiðarljósa sem svæðið hefur skilgreint.
Eru íbúar sem og aðrir hagaðilar hvattir til að kynna sér nýja sóknaráætlun.
Hægt er að senda umsagnir á Samráðsgáttina. Umsagnarfrestur er til 30. janúar 2025.
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH veitir nánari upplýsingar í netfanginu pallbg@ssh.is