Fara í efni

Verkefni

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru samráðsvettvangur fyrir allt samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Sóknaráætlanir eru sameiginlegt verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga með það að markmiði að færa aukin völd og ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna frá ríkisvaldinu til verkefna á sviði byggðamála og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að tryggja sem besta nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna á sínum svæðum.

Helstu verkefni á vettvangi SSH er að hafa umsjón með áhersluverkefnum sóknaráætlunar landshlutanna hverju sinni en með sóknaráætlunum landshlutanna koma íbúar hvers landshluta sér saman um sameiginlega framtíðarsýn fyrir landshlutann og aðgerðir sem gagnast til að ná árangri til framtíðar.

Stjórnarfundir eru haldnir mánaðarlega, þar sem sameiginleg málefni og einstök úrlausnarefni sem kalla á samræmda nálgun og sýn eru rædd og afgreidd.

Stjórn SSH fundar oft og einatt með utanaðkomandi aðilum um málefni sem tengjast sameiginlegum hagsmunum svæðisins, s.s. Vegagerð ríkisins vegna vega- og samgöngumála, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna löggæslu o.fl.

Eftirfylgni með Samgöngusáttmálanum er á vettvangi stjórnar SSH .

Yfirlit
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Markaðssetning höfuðborgarsvæðisins

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Sóley styrktarsjóður

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Útivistarvefur höfuðborgarsvæðisins

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Útivistarsvæði kortlögð á höfuðborgarsvæðinu

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Útivist við vötn, haf og gönguskíðaiðkun

Fréttir af verkefnum