Sóley styrktarsjóður
Sóley, styrktarsjóður á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, er nýttur til styrkveitinga til nýsköpunar- og samkeppnisverkefna svo og annarra styrkveitinga á grundvelli sóknaráætlunar ef við á, en Sóley er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.
Stjórn SSH tekur ákvörðun um styrkveitingar hverju sinni og er sérstaklega auglýst eftir umsóknum.
Úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði umhverfis og samgangna var skipuð Jóni Kjartani Ágústssyni, tilnefndum af SSH, Einari Olavi Mantyla tilnefndum af Auðnu tæknitorgi og Þorsteini R. Hermannssyni tilnefndum af Betri samgöngum ohf.
Úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði velferðar og samfélags var skipuð Svanhildi Þengilsdóttur tilnefndri af SSH, Kolfinnu Kristínardóttur tilnefndri af Klaki-Icelandic startups og Steinunni Hrafnsdóttur tilnefndri af Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
Við mat á umsóknum litu úthlutunarnefndir einkum til eftirfarandi þátta:
- Er umsókn til samræmis við áskilnað í starfsreglum/auglýsingum?
- Er um nýsköpun að ræða?
- Tengir verkefnið saman sveitarfélög og atvinnulíf?
- Fellur verkefnið að áherslum sóknaráætlunar?