Fara í efni

Almenningssamgöngur

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Nýir notendur

Verkefnið „Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu – nýir notendur“ er eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar fyrir árið 2024. Markmiðið er að auka þekkingu og ánægju nýrra notenda með núverandi þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða framhaldsverkefni verkefnisins: Almenningssamgöngur - Ábati, markaðsgreining og markaðssetning, sem var unnið á árinu 2023. Niðurstöður þjónustukönnunar úr því verkefni leiddu í ljós að þátttakendur höfðu oft ófullnægjandi þekkingu á þjónustu Strætó og höfðu neikvætt viðhorf til almenningssamgangna vegna þess. Í verkefninu var viðhorf íbúa á aldrinum 18-35 til Strætó mæld fyrir og eftir þátttöku í „master-class“ fræðslunámi á netinu. Mælingar sýndu að jákvætt viðhorf til almenningssamgangna jókst umtalsvert eftir fræðslu um fyrirliggjandi þjónustu Strætó.

Í þessu verkefni verða ofangreindar niðurstöður nýttar til að mæla hvort jákvætt viðhorf nýrra notenda til almenningssamgangna aukist ef þeim verður boðið að prófa þjónustuna. Ætlunin er að leyfa notendum að prófa kerfið, til dæmis með Klapp kortum með inneign, sem verði dreift af handahófi til íbúa sem hafa litla reynslu af notkun strætó. Að prufutíma loknum verða þátttakendur spurðir aftur um viðhorf sitt og mælt hvort notkun á kerfinu hafi leitt til jákvæðara viðhorfs til þjónustunnar. Reynist svo vera má nýta niðurstöður til að auka fræðslu almennings um fyrirliggjandi þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að auka notkun.

Lokaafurð

Lokaafurð verður í formi  markaðsgreiningar á viðhorfi íbúa með litla reynslu af notkun almenningssamgangna, fyrir og eftir að þeim býðst aðgangur að kerfinu.

Almenningssamgöngur- Ábati, markaðsgreining og markaðssetning

Verkefnið „Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu – Ábati, markaðsgreining og markaðssetning“ var eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar fyrir árið 2023.

Verkefnið var fjórþætt:

  • Vinna stutta samantekt
    Draga saman fyrirliggjandi gögn úr rannsóknum og greiningarvinnu sem unnin hefur verið fyrir Strætó og tengda aðila í gegnum tíðina í stutta samantekt til að öðlast betri sýn á þeim upplýsingum sem liggja fyrir varðandi viðhorf almennings gagnvart almenningssamgöngum og ábata þessa.

 

  • Markaðsherferð og mælingar á upplifun
    Framleiða markaðsherferð á ljósvaka, samfélags- og umhverfismiðlum sem ætlað er að „leiðbeina“ mögulegum viðskiptavinum hvernig best er að nota almenningssamgangnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að „leiðrétta“ ranghugmyndir og misskilning sem mögulega fólk frá því að nýta sér almenningssamgöngur. Notaðar verða aðferðir sem líklegar eru til að ná árangri, s.s. samstarf við þekktan einstaklinga og birtingar á fleiri en einum miðli sem tryggja bæði góða dekkun og tíðni.
    Sérstök áhersla verður lögð á að ná til hópa sem mælst hafa með lakara viðhorf til almenningssamgangna og eru taldir hafa skoðanamyndandi áhrif.
    Ásamt ofangreindu verða framkvæmdar mælingar á viðhorfi almennings á meðan verkefni stendur til að mæla árangur og áhrif herferðar.

 

  • Mæla árangur og áhrif herferðar í endanlega skýrslu
    Allar upplýsingar og niðurstöður mælinga á meðan verkefni stendur verða dregnar saman í samantekt/skýrslu sem Strætó bs, sveitarfélög og hið opinbera geta nýtt til stefnumótunar og í tengdum verkefnum sem miða að því að efla notkun almenningssamgangna.

 

    • Mótun samskiptaáætlunar fyrir Strætó bs. og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðisins sem byggir á fyrrgreindum verkþáttum 1-3
      Atriði sem verða sérstaklega greind vegna ofangreinds:
      - Aðgengi og aðbúnaður
      - Tíðni ferða.
      - Ásýnd og upplifun.
      - Tenging við aðra ferðamáta.
      - Ábati af almenningssamgöngum fyrir samfélagið
      - Tenging við almenningssamgöngur á landsbyggð