Útivist við vötn, haf og gönguskíðaiðkun
Tækifæri til útivistar við vötn, haf og gönguskíðaiðkun
Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum ársins 2024.
Verkefnastjóri hefur verið ráðinn frá tó arkitektar ehf. til að vinna og stýra verkefninu.
Markmið með verkefninu er að greina tækifæri á höfuðborgarsvæðinu til að styrkja útivist við vötn, haf og gönguskíðaiðkun innan höfuðborgarsvæðisins.
Verkefnið felst í því að:
- Kortleggja hvaða svæði á höfuðborgarsvæðinu gætu hentað fyrir útivist og leiki sem tengjast vötnum, hafi og gönguskíðaiðkun.
- Kortleggja hvar slík starfsemi er fyrir og megi styrkja enn frekar.
- Leggja fram hugmyndir að uppbyggingu til skammtíma og langtíma og þá hvers kyns rekstarform henti hverri starfsemi á hverju svæði.