Fara í efni

Sóknaráætlun

Hinn 17. febrúar 2025 samþykkti stjórn SSH sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2025–2029.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat höfuðborgarsvæðisins, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum.

Verkefnið er hluti af sóknaráætlun landshluta, en tekur jafnframt mið af þeirri stefnu og framtíðarsýn sem kemur fram í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015–2040.

Hluti af framfylgd sóknaráætlunar er að vinna að ákveðnum áhersluverkefnum fyrir hvert ár yfir tímabílið. Áhersluverkefni eru samþykkt af stjórn SSH og stýrt af SSH í samstarfi við sérstaka ráðgjafa og/eða verkefnastjóra. 

Fréttir af sóknaráætlunarverkefnum

Fréttir
31. mars 2025

SSH og Sorpa bs. hlutu Teninginn

Teningurinn er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.

Fréttir
07. febrúar 2025

Út um allt er nýr upplýsingavefur um útivist á höfuðborgarsvæðinu

Út um allt, nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu, var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), mánudaginn 3. febrúar 2025.

Fréttir
29. janúar 2025

Undirritun samnings um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2029

Einar Þorsteinsson formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH skrifuðu undir samning um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2059 ásamt ráðherrum þeirra þriggja ráðuneyta sem að samningnum koma.

Fréttir
21. janúar 2025

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

 

Skýrslur Byggðastofnunnar
Sóknaráætlanir landshluta

Ársskýrsla SSH
Í ársskýrslum stjórnar SSH er sérstaklega gerð grein fyrir áhersluverkefnum sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins og annar fróðleiðleikur í kaflanum um sóknaráætlun.