Fara í efni

Útivistarsvæði kortlögð á höfuðborgarsvæðinu

„Kortlagning útivistarsvæða á höfuðborgarsvæðinu“ er eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Verkefnið fellur undir meginflokkinn „umhverfis- og samgöngumál“ og undirmarkmið um að „auka vægi græns skipulags“ en í sóknaráætlun er lögð mikil áhersla á heilsu og að auka tækifæri til útivistar og hreyfingar.

Markmið verkefnisins var að kortleggja umfang og fjölda útivistarsvæða á höfuðborgarsvæðinu og eiga niðurstöður að nýtast sveitarfélögunum við skipulagningu og forgangsröðun í þágu grænna svæða, stígagerðar og útivistar.

SSH gekk til samninga við EFLU um ráðgjöf og framkvæmd verkefnisins og var því skipt niður í eftirfarandi verkþætti:

    • Flokkun og kortlagning útivistarsvæða og uppsetning kortagrunnar. Framkvæmdaraðili EFLA.
    • Spurningakönnun um notkun útivistarsvæða. Framkvæmdaraðili Prósent.
    • Útgáfa á korti sem sýnir vinsælustu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Hönnuður Bríet Davíðsdóttir.
    • Skráning göngu- og hjólateljara og gerð tillagna að nýjum staðsetningum teljara. Framkvæmdaraðili EFLA.