Börn innflytjenda í skólum á höfuðborgarsvæðinu
Börn og ungmenni með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum ársins 2024.
- Markmið með verkefninu er að greina fjölda og stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að bæta verklag við móttöku barna og stuðning við þau í skóla- og frístundastarfi.
- Verkefnið felst í því að kortleggja þörf og umfang þjónustu til nýrra íbúa á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að skóla- og frístundastarfi og kostnaðarmeta þessa þjónustu. Einnig skal skoða með hvaða hætti ríkið kemur að málum og meta hvort þörf sé á skýrari stefnu og fjármagni til sveitarfélaganna vegna málaflokksins. Horft verði til fyrirmynda frá nágrannalöndum eftir því sem kostur er.
Lokaafurð skal vera í formi skýrslu sem dregur fram stöðu mála, tillögur að úrbótum og verklagi ásamt tillögum að samstarfi við ríkið varðandi þennan málaflokk.