Fara í efni

Hringrásarhagkerfið

Á árinu 2023 tóku sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa unnið ötullega að undirbúningi nýja kerfisins á undanförnum tveimur árum. Innleiðing breytinganna hófus á vormánuðum 2023.

Nýtt kerfi gerir Sorpu kleift að flokka enn betur því það er mikilvægt að halda auðlindum innan hringrásarhagkerfisins. Því betur sem íbúar flokka úrganginn, því meiri líkur eru á að hægt sé að endurvinna hann.

Afrakstur verkefnisins: