Rafúrgangur
Móttaka og meðhöndlun rafúrgangs hjá Sorpu
Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum áranna 2022 og 2023.
Markmið verkefnisins var að draga úr förgun raftækja hjá Sorpu sem væri hægt að endurnýta með minniháttar viðgerðum og koma aftur í notkun.
Sérstök áhersla var lögð á atvinnulíf og raftækjaúrgang sem skapast á þeim vettvangi.
Verkefnið samrýmist sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og markmiðum að „samhæfa og bæta meðferð úrgangs“, „stuðla að hærra endurvinnsluhlutfalli hjá fyrirtækjum“ og „hvetja til minni neyslu með endurnotkun, minni sóun og nægjusemi“.
Framkvæmd verkefnisins var sem hér segir:
Flokkun raftækja í endurvinnslustöðum Sorpu
- Komið var fyrir merkingum á endurvinnslustöðum þar sem gestum var bent á að aðgreina raftæki í
sérstakan gám. - Starfsfólk Sorpu merkti raftæki eftir því hvort þau væru enn nothæf, þyrftu minniháttar
lagfæringar eða voru ónýt.
Viðgerðir og sala notaðra raftækja
- Sorpa og Góði hirðirinn fluttu í nýtt húsnæðis á árinu 2023 sem gerði mögulegt að laga biluð raftæki
og koma í endur-sölu. - Sorpa nýtti hluta verkefnafé í að koma upp viðgerðaraðstöðu hjá Góða hirðinum.
Samtal við atvinnulíf og lokaskýrsla
- Lokaskýrsla verkefnis var afhent SSH í mars 2024.
- Í skýrslunni kemur fram að á þeim tíma sem verkefnið stóð yfir dróst úr förgun rafúrgangs um 7%, þ.e. sá úrgangur sem fellur undir hvítvöru líkt og ísskápar, þvottavélar og önnur stærri raftæki.
- Þá voru tekin viðtöl við helstu aðila á markaði sem snerta á rafúrgangi á Íslandi, Rafbraut, Hringrás og Hagstofuna.
Í kjölfar verkefnisins hefur Sorpa ákveðið að breyta verklagi til framtíðar og halda verkefninu áfram. Verkstæði hefur verið komið upp auk þess sem starfsmenn hafa fengið þjálfun í breyttu verklagi.