Fara í efni

Innkaupavefur

Forkönnun á sameiginlegum innkaupavef

Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum ársins 2024.

Markmið með verkefninu er að greina hvort fýsilegt sé að setja á laggirnar sameiginlegan innkaupavef til að ná fram hagkvæmni í innkaupum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Verkefnið felst í því að:

  • Greina tækni, kostnað, lagalegar forsendur og fyrirliggjandi lausnir þess að vinna að sameiginlegum innkaupavef.
  • Greina hvort hagkvæmara sé að setja upp vef fyrir sveitarfélögin eingöngu eða vinna með lausnum annara opinberra aðila.

 

Lokaafurð verkefnis á að vera í formi tillagna um hvort ráðist verði í uppbyggingu á sameiginlegum innkaupavef sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eða í samstarfi við aðra. 

Væntur árangur er að fyrir liggi greining á hagkvæmni og fýsileika þess að koma upp svæðasamstarfi um starfrænar lausnir við innkaup á vegum sveitarfélaganna og tillögur um áframhald verkefnisins. Áhersla verði á að fyrir liggi hvort og með hvaða hætti best er fyrir sveitarfélögin að standa saman að innkaupum.