Fjölsmiðjan
Þróunar- og forvarnarverkefni
Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum ársins 2022.
Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun með það markmið að starfsrækja verkþjálfunar, framleiðslu- og fræðslusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára.
Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Byggt er á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna, Vinnumálastofnun, framhaldsskólanna, ráðuneyti mennta- og menningarmála og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks.
Markmið verkefnis var að auka vellíðan nema Fjölsmiðjunnar og stuðla að því að þeir fjölgi farsælum ákvörðunum í daglegu lífi. Eins að „þjálfa“ viðhorf nema sem stuðla að farsælum ákvörðunum. Samhliða var áhersla lögð á að þróa rafræna framfaraskráningar og úrvinnslu þeirra til að meta árangurinn og bæta.
Með reglulegum framfaraskráningum hjá nemum gefst möguleiki á því að meta líðan þeirra m.a. skv. þeirra eigin einkunnagjöf.
Hverjir nýta sér úrræði Fjölsmiðjunnar?
- Einstaklingar frá velferðarsviðum sveitarfélaganna.
- Einstaklingar sem hafa verið óvirkir í langan tíma.
- Óvirkir einstaklingar í hefðbundnu skólakerfi - skólaforðun.
- Einstaklingar frá Vinnumálastofnun - langvarandi atvinnuleysi.
Tækifæri nemans í Fjölsmiðjunni
- Taka þátt í leiðbeinandi stjórnunarstíl - þar sem einblínt er á styrkleika nemans í stað veikleika.
- Vinnuúrræði í fimm deildum - verkþjálfun og þátttaka í jákvæðri fyrirtækjamenningu, áhersla á ábyrgð og áhersla á gæði vinnunar.
- Boðið er upp á einingabært nám, námskeið og lífsleikni.
- Eftirfylgni með stað-og fjarnámi m.a. til að koma í veg fyrir brottfall úr námi.
- Útrás fyrir sköpunarþörf.
- Hollt og gott fæði.