Fara í efni

Stafræn þjónusta

Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum ársins 2020.

Markmið verkefnisins var að kortleggja stöðu- og framtíðaráform við þróun stafrænnar
stjórnsýslu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðsins 2020-2024 og fellur undir meginflokkinn „atvinna og nýsköpun” og meginmarkmiðið „stafræn
stjórnsýsla”.

Talsverð fárhagsleg hagræðing er fólgin í fjárfestingu í stafrænni umbreytingu á þjónustu hjá sveitarfélögunum. Með aukinni samvinnu þeirra á milli um nýsköpun, samnýtingu lausna og ferla, auk samræmingar á innkaupum hjá birgjum, má minnka kostnað sem leiðir til þess að verkefnin verða arðbærari.

Ánægja var með sóknaráætlunarverkefnið hjá fulltrúum sveitarfélaganna og töldu þeir mikilvægt að hafa sameiginlegan vettvang hjá SSH til að ræða, vinna, deila og skiptast á skoðunum um málaflokkinn. Mikilvægt er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu styrki áfram og þrói hið góða samstarf sem myndast hefur á þessu sviði. Það gæti hæglega styrkt ferla, vinnu og innleiðingu starfrænna umbreytinga hjá sveitarfélögunum.