Borgarlína Ártúnshöfði-Hamraborg
Auglýsing um drög að matsáætlun
Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu, Ártúnshöfði ? Hamraborg.
Í drögunum er m.a. gert grein fyrir:
? Forsendum og markmiðum Borgarlínu
? Framkvæmdum vegna Borgarlínu og tillögu að stöðvum
? Hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum
? Umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum
? Gögnum og rannsóknum sem lögð verða til grundvallar matinu
Drögin eru einnig aðgengileg á vefsíðu Borgarlínunnar, www.borgarlinan.is. Þar er einnig vefsjá um verkefnið og matsáætlunina. Þar er jafnframt hægt að koma á framfæri ábendingum og merkja þær á kort.
Þau sem vilja koma á framfæri ábendingum um verkefnið og umhverfismatsvinnu skulu senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að matsáætlun á netfangið borgarlinan@borgarlinan.is eða Borgarlínan, Hamraborg 9, 200 Kópavogur. Jafnframt er hægt að senda ábendingar í vefsjánni. Verkefnastofan hvetur alla til að kynna sér verkefnið og koma á framfæri ábendingum um framkvæmdina.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 9. júní n.k.