01. september 2021
Bundin slitlög - betri vegir
Vegagerðin heldur ráðstefnu í Hörpu þriðjudaginn 14. september um klæðingar og malbik.
Fjallað verður um malbik og klæðingar frá mörgum sjónarhornum og kynnt saga bundinna slitlaga og verklag Vegagerðarinnar. Erlendir fyrirlesarar munu auk þess varpa ljósi á notkun bundinna slitlaga í sínum heimalöndum en þeir koma frá Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð.
Skráning og dagskrá má sjá á vefsíðu Vegagerðarinnar, Vegagerdin.is