Fara í efni

Höfuðborgargirðingin

Girðing um höfuðborgarsvæðið var reist af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin (SSH) á árunum 1984 – 1987 í samstarfi við Skógrækt ríkisins.

Girðingin er um 68 km löng og er ætlað að verja byggð, útivistar- og skógræktarsvæði fyrir ágang búfjár. Rekstri og viðhaldi girðingar er sinnt af SSH en í ár var ákveðið að endurnýja hluta hennar við Suðurlandsveg sem var kominn á aldur. Endurnýjun stendur nú yfir og voru eftirfarandi myndir teknar af vettvangi í byrjun vikunnar.