Fara í efni

Nýjar leiðbeiningar fyrir hönnun á göngu- og hjólastígum

Nýjar leiðbeiningar fyrir hönnun á göngu- og hjólastígum

Fyrstu íslensku leiðbeiningarnar á hönnun fyrir reiðhjólastíga voru gefnar út árið 2010 fyrir Reykjavíkurborg. í Maí árið 2017 setti starfshópur á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) af stað vinnu við uppfærslu á þeim leiðbeiningum sem yrðu síðan gefnar út í nafni allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt vegagerðinni sem einnig kom að þeirri vinnu fyrir hönd annarra sveitarfélaga á landinu.


Hafa nú nýjar leiðbeiningar verið gefnar út með fyrirvara um frekari breytingar eða uppfærslu á þeim þegar ný reglugerð um umferðarmerki mun taka gildi. Nýjar hjólaleiðbeiningar eru skýrari og ýtarlegri en áður, lágmargsgildi uppfærð og ný atriði komin inn sem ekki voru áður hluti af leiðbeiningunum. Á meðan uppfærslu á hjólaleiðbeiningunum stóð yfir var haft samráð við alla helstu hagsmunaaðila, (t.a.m. lögreglu og Landssamtök hjólreiðamanna o.fl.). Einnig var kallað eftir rýni á þeim frá verkfræðistofum sem skiluðu inn sínu áliti. Á Vegagerðin síðan stóran þátt í útgáfu leiðbeininganna og eru þær nú sem hluti af þeirra hönnunar leiðbeiningum.

Starfshópur SSH um hjólreiðar þakkar ráðgjöfum og öllum þeim sem komið hafa að gerð hjólaleiðbeininganna fyrir sinn þátt við gerð leiðbeininganna.

Starfshópinn skipuðu eftirfarandi aðilar:
Kristinn Jón Eysteinsson, Reykjavíkurborg
Björg Helgadóttir, Reykjavíkurborg
Bjarki Valberg, Kópavogur
Helga Stefánsdóttir, Hafnafjörður
Baldur Pálsson, Seltjarnarnes
Tómas Guðbergsson, Mosfellsbær
Guðbjörg Brá Gísladóttir, Garðabær
Katrín Halldórsdóttir, Vegagerðin

Ráðgjafar sem sátu fundi starfshóps:
Bryndís Friðriksdóttir, EFLA
Bergþóra Kristinsdóttir, EFLA
Ragnar Gauti Hauksson, EFLA