Fara í efni

Verðfyrirspurn vegna viðhalds og eftirlits höfuðborgargirðingar

SSH leita að verktaka til að sinna viðhaldi og eftirliti vörslugirðingar höfuðborgarsvæðisins.

Höfuðborgargirðing
SSH hafa frá upphafi annast rekstur og viðhald girðingarinnar en henni er ætlað að verja byggð, útivistar- og skógræktarsvæði fyrir ágangi búfjár.

Áhugasömum er bent á að skiladagur upplýsinga á grundvelli verðfyrirspurnar er 26. apríl nk. en nánari lýsingu á girðingunni og verkinu er að finna í skjalinu hér fyrir neðan.

Tilboð skal senda til ssh@ssh.is en á þessu stigi er um óbindandi tilboð að ræða. 
Fyrirspurnir skal senda á netfangið jon@ssh.is